Saumað úr ullarvoð á saumastofunni Kidka á Hvammstanga

Vel heppnað námskeið á Hvammstanga. Skráningar hafnar á ný námskeið. Sjón er sögu ríkari.

Námskeiðið ,,Saumað úr ullarvoð á prjónastofunni Kidka" var haldið á Hvammstanga miðvikudaginn 12. mars.

Þátttakendur saumuðu úr ullarvoðum sem Kidka framleiðir. Almenn ánægja var með námskeiðið og látum við fylgja með nokkrar myndir, enda segja myndir meira en nokkur orð.

Fleiri námskeið verða í boði í samstarfi Farskólans og Kidka.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið á heimasíðu Farskólans eða í síma 455 - 6010.

Berglind frá Blönduósi í ponsjói sem hún hannaði og saumaði.

Unnur Sævarsdóttir, frá Hamri í Hegranesi.

Sigrún og Erna frá Blönduósi.

Unnur við verðmætan ullarlagerinn.

Sigrún, Berglind og Unnur.

Hestaábreiða, hönnuð og saumuð af Rannveigu á Stóru-Ásgeirssá.

Hestaábreiða.

Írina, eigandi Kidka ásamt Berglindi.

Ingibjörg frá Kidka mundar sníðahnífinn. Með henni er Ingibjörg frá Hvammstanga.