Skrifstofuskólanum slitið - tveir nýir Skrifstofuskólar farnir af stað hjá Farskólanum

Mikill áhugi á námi í skrifstofugreinum á starfssvæði Farskólans. Enn er hægt að skrá sig í námið.

Mánudaginn 27. janúar lauk Skrifstofuskólanum, sem hófst haustið 2013. Fjórtán útskrifuðust í þetta sinn, þrettán konur og einn karlmaður. Hátíðleg útskrift mun fara fram í vor með öðrum hópum sem enn eru í námi hjá Farskólanum þennan veturinn.

Tveir Skrifstofuskólar eru nýhafnir og fer kennsla fram á dagtíma. Tuttugu og sjö þátttakendur skráðu sig í skólana af öllu Norðurlandi vestra.

Verkefnastjóri Skrifstofuskólanna er Jóhann Ingólfsson.

 

 

 

Hópurinn sem útskrifaðist 27. janúar.

Úr námsverinu á Sauðárkróki.

Fjarnemendur staddir í grunnskólanum á Blönduósi.

Hópurinn samankominn.

Hópurinn samankominn á Króknum.