Skrifstofuskólanum slitið

Miðvikudaginn 21. október var Skrifstofuskólanum slitið hjá Farskólanum.

Átján námsmenn skráðu sig til leiks í Skrifstofuskólann. Námsmenn komu frá Hvammstanga, Blönduósi og úr Skagafirði. Átta luku náminu að fullu.

Skrifstofuskólinn er 240 kennslustunda nám í skrifstofugreinum. Námið er vottað og gefur allt að 18 framhaldsskólaeiningar, standist námsmenn kröfur námsins. Námskráin er gefin út af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Fræðslusjóður niðurgreiðir námið að stórum hluta.

Umsjónarmaður námsins var Jóhann Ingólfsson.