Starfsfólk Farskólans komið til starfa eftir sumarfrí. Skipulag haustannar í fullum gangi.

Námsvísir haustannar í smíðum. Næsta skólaár verður áhersla lögð á heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir, starfstengd námskeið og raunfærnimat.

Starfsemi vetrarins verður með hefðbundnu sniði; námskeið verða í boði fyrir starfsfólk fyrirtækja og stofnana, tómstundanámskeið og fleira. Nýr náms- og starfsráðgjafi er kominn til starfa. Hún býður upp á viðtöl og aðstoðar við raunfærnimat.

Enn er tími til að senda hugmyndir á Farskólann varðandi námskeið þetta skólaár. 

Skrifstofuskólinn hefst samkvæmt stundarskrá í september. Fisktækninámið og nám fyrir leikskóla- og stuðningsfulltrúa hefst einnig í september. Nánar auglýst síðar.

Hafið samband í síma 455 - 6010.

Bjössi og Tómas á námskeiði um hundaþjálfun vorið 2015 hjá Farskólanum.