Starfsfólk Farskólans undirbýr nýtt skólaár - mörg fræðsluverkefni í pípunum

Námsvísir haustannar verður með breyttu sniði þetta haustið - áhersla verður lögð á starfstengd námskeið.

Starfsfólk Farskólans er komið til starfa eftir sumarfrí. Nokkur fræðsluverkefni haustsins eru þegar klár og eru komin í kynningu.

Farskólinn vinnur eftir fræðsluáætlunum sveitarfélaganna Húnaþings vestra og Skagafjarðar og HSN - Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.

Námskeiðsröð fyrir bændur á svæðinu er í undirbúningi. Gert er ráð fyrir að þau námskeið verði haldin nú í haust.

Námskeið fyrir stéttarfélögin eru einnig í undirbúningi. 

Skráningar á íslensku fyrir útlendinga eru hafnar og það lítur út fyrir að tvö til fjögur námskeið verði haldin í haust.

Vottað nám verður einnig í boði hjá Farskólanum og má þar nefna: leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú, Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum, Opin smiðja - Beint frá býli og Opin smiðja - FabLab ásamt Skrifstofuskólanum.

Öll námskeið verða auglýst á næstunni og eins koma upplýsingar um þau í Námsvísi haustsins en hann verður með örlítið breyttu sniði þetta haustið. Áhersla verður lögð á að auglýsa vottað nám og stærri verkefni ásamt því að kynna þjónustu Farskólans.

Við í Farskólanum viljum minna á að við erum opin fyrir öllum hugmyndum að nýjum námskeiðum. Síminn okkar er: 455 - 6010 og netfangið er: farskolinn@farskolinn.is.

Myndin er tekin við útskrift í Farskólanum síðastliðið vor. Bjarni Þórisson tekur við sinni viðurkenningu.