Starfsfólk Farskólans undirbýr nýtt skólaár af fullum krafti

Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum, opin smiðja - beint frá býli, félagsliðabrú, svæðisleiðsögn og fleira mætti telja, sem er á döfinni næasta vetur

Starfsfólk Farskólans vinnur að því að setja saman nýjan Námsvísi fyrir haustönnina auk þess sem fræðsluverkefni eru að fara í gang. Má þar nefna félagsliðabrúna, svæðisleiðsögn, íslensku fyrir útlendinga og fleira.

Síminn í Farskólanum er: 455 - 6010. Við tökum vel á móti þér, hvort sem þú ert að velta fyrir þér námi, ráðgjöf eða raunfærnimati.

Þessi mynd er tekin af starfsfólki Farskólans um það leyti sem sumarfrí hófst.