Sumarfrí hafið í Farskólanum - mörg námskeið á döfinni.

Spennandi námskeið hefjast næsta haust; Grunnmenntaskóli, Fisktækni, Félagsliðabrú, Svæðisleiðsögn og námskeið SSNV til að styrkja atvinnulíf á svæðinu.

Þann 1. júlí fer Farskólinn í sumarfrí. Alltaf er þó hægt að hafa samband við Farskólann í síma 894 - 6012 (Bryndís).

Námsvísir kemur út í ágúst. Þar mun kenna ýmissa grasa.

Meðal annars verður boðið upp á Grunnmenntaskólann en hann er hluti af Fisktækninámi. Það má líka skrá sig í hann einan og sér. Frábært nám fyrir þá sem vilja læra íslensku, ensku, stærðfræði og upplýsingatækni. Halldór Gunnlaugsson er verkefnastjóri.

Nám á félagsliðabrú hefst í haust. Nú standa yfir viðtöl við væntanlrega þátttakendur og raunfærnimat er að hefjast. Sandra Hilmarsdóttir er verkefnastjóri námsins.

Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú er í fullum gangi og lýkur henni vorið 2017. Jóhann Ingólfsson er verkefnastjóri.

Svo er það rúsínan í pylsuendanum; Svæðisleiðsögunám. Farskólinn ásamt SSNV og FNV kanna nú áhuga á því námi. Fróðir menn segja að mikil þörf sé á svæðinu fyrir námi af þessu tagi.

Farskólinn óskar öllum gleðilegs sumars og hlakkar til að hitta ykkur í haust.