Sumarfrí í Farskólanum - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra í júlímánuði

Opnum aftur eftir verslunarmannahelgina. Mörg fræðsluverkefni í farvatninu.

Mörg verkefni og námskeið eru í bígerð strax í september. Má þar nefna að Farskólinn skipuleggur og heldur utan um námskeið samkvæmt fræðsluáætlun sveitarfélagsins Skagafjarðar og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Einnig er komin fræðsluáætlun fyrir Húnaþing vestra.

Nokkrar skráningar eru þegar komnar fram í námið ,,Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum". Ef af því námi verður, verður það tíunda námskeiðið sem Farskólinn heldur í samstarfi við FNV.

Á dagskránni er námskeiðaröð fyrir bændur á Norðurlandi vestra. Bændur sjálfir eiga margar þær hugmyndir sem þar er verið að vinna að.

Í haust býður Farskólinn upp á raunfærnimat fyrir hestamenn og þá sem starfa í verslun. Farskólinn mun bjóða tíu manns til að taka þátt í hvoru verkefninu fyrir sig.

 

 

,,Undir trénu". Mynd tekin í sólríkri Danmörku.