Undirbúningur haustannar hafinn hjá Farskólanum

Námsvísir haustannar kemur út í ágúst. Náms- og starfsráðgjafi er kominn til starfa hjá Farskólanum. Hann mun þjóna íbúum á Norðurlandi vestra.

Starfsfólk Farskólans er komið úr sumarfríi og er undirbúningur haustannar kominn á fulla ferð. Námsvísir er væntanlegur í ágúst.

Farskólinn hefur ráðið til sín náms- og starfsráðgjafa í fullt starf. Aðalheiður Reynisdóttir er nýr liðsmaður í Farskólanum. Aðalheiður er iðjuþjálfi og framhaldsskólakennari að mennt ásamt því að vera náms- og starfsráðgjafi.

Náms- og starfsráðgjafi mun þjóna íbúum á Norðurlandi vestra og eins og fyrr þá er áherslan lögð á fullorðið fólk á vinnumarkaði sem hefur stutta formlega skólagöngu að baki. Náms- og starfsráðgjöfin er samstarfsverkefni Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og Farskólans og fjármögnuð að hluta til af Fræðslusjóði. Sjá nánar.

Þess má geta að verkefnastjóri Farskólans á SKagaströnd, Ólafur Bernódusson, er einnig náms- og starfsráðgjafi. Hann býður fullorðnu fólki einnig upp á viðtöl þeim að kostnaðarlausu.