Útskrift úr raunfærnimati hjá Farskólanum

Raunfærnimat á móti námskrá leikskólaliða og stuðningsfulltrúa. Þátttakendur komu frá Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga.

Árið 2013 hófu starfsmenn Farskólans að undirbúa raunfærnimat á móti námskrá leikskólaliða og stuðningsfulltrúa.

Verkefnið var auglýst vel og vandlega og vorið 2015 heimsóttu Aðalheiður Reynisdóttir, þáverandi  náms- og starfsráðgjafi Farskólans og Jóhann Ingólfsson verkefnastjóri, alla grunnskóla og leikskóla á Norðurlandi vestra til að kynna verkefnið.

Mikill áhugi var á svæðinu fyrir raunfærnimatinu og náminu.

Raunfærnimat fór fram nú á haustmánuðum. Matsaðilar komu frá Akureyri. Samtals voru tekin 128 matsviðtöl. Fjöldi framhaldsskólaeininga til mats var 384. Staðnar einingar voru 345. Fjöldi þeirra sem fóru í raunfærnimatið var 25.

Nám á leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú hófst í september í samstarfi við SÍMEY og Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Þátttaka í náminu er góð.

Sandra Hilmarsdóttir, sem sinnir náms- og starfsráðgjöf hjá Farskólanum hefur borið hitann og þungann af verkefninu nú í haust, ásamt Aðalheiði og Jóhanni. Jóhann Ingólfsson er verkefnastjóri námsins.

Hópurinn sem mætti til útskriftar á Sauðárkróki.

Sandra bíður eftir hópnum, allt orðið klárt.

Hópurinn.

Þessar tvær komu á hlaupum.

Hópurinn.

Útskrift.

Útskriftarhópurinn á Sauðárkróki.

Hópurinn ásamt ráðgjöfum Farskólans sem komu að verkefninu, Söndru Hilmarsdóttur og Aðalheiði Reynisdóttur.