Útskrift úr vottuðum námsleiðum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins

Skólaárið 2013 - 2014 voru haldnir þrír ,,Skrifstofuskólar" og tveir hópar voru í ,,Námi og Þjálfun í almennum bóklegum greinum".

Það var ánægjuleg stund hjá Farskólanum miðvikudaginn 14. maí. Tugir námsmanna útskrifuðust úr þremur Skrifstofuskólum og af tveimur námskeiðum sem kallast ,,Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum".

Þessar tvær námsleiðir hafa verið vinsælar hjá Farskólanum. Skrifstofuskólinn er 240 kennslustunda nám sem má meta til allt að 18 framhaldsskólaeininga og Nám og þjálfun er 300 kennslustunda nám sem má meta til allt að 24 framhaldsskólaeininga, svo fremi sem námsmenn standast kröfur námsins. 

Þessi námskeið verða áfram í boði hjá Farskólanum.

Námari námslýsingar má finna á heimasíðu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Farskólinn þakkar leiðbeinendum og verkefnastjórum þessara námskeiða fyrir gott samstarf í vetur. Farskólinn þakkar einnig Fjölbrautaskólanum fyrir gott samstarf en FNV mat námskeiðin til eininga inn í sinn skóla.

Nokkrar myndir frá útskriftinni fylgja hér með.

Hluti hópsins sem var í Námi og þjálfun.

Hópurinn sem nam í Skrifstofuskólunum. Á myndina vantar nokkra námsmenn,

Jóhann Ingólfsson, verkefnastjóri Skrifstofuskólans fær hér hlýtt faðmlag.

Jóhann, Gígja og Ásta María frá Blönduósi.

Hér tekur Guðmundur frá Hvammstanga við sínu skírteini.

Hjördís.

Séð yfir hópinn.

Hluti námsmanna.