Útskriftir í Farskólanum vorið 2018

Ellefu félagsliðar útskrifaðir eftir raunfærnimat og tveggja ára nám. Samtals luku fimmtán þátttakendur í ,,Námi og þjálfun í almennum bóklegum greinum" námi.

Það er orðin hefð í Farskólanum að halda eina veglega útskrift á vorin fyrir þá sem hafa verið við nám í lengri námsleiðum hjá Farskólanum.

Þann 10. júní útskrifaði Farskólinn 11 félagsliða. Þeir komu komu frá Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og úr Skagafirði. Félagsliðarnir hófu nám haustið 2016 eftir að þeir höfðu farið í raunfærnimat. Nám á félagsliðabrú er tveggja ára nám. Námið var haldið í samstarfi við SÍMEY á Akureyri og kennt með hjálp Skype.

Helstu námskreinar voru:  Lífsleikni, félagsfræði, lyfjafræði, skyndihjálp, upplýsingatækni, þroskasálfræði, aðstoð og umönnun, gagnrýnin hugsun og siðfræði, geðsálfræði, fatlanir, félagsleg virkni, fjölskyldan og félagsleg þjónusta, öldrun, fötlun og samfélag, næringarfræði, samskipti og samstarf og öldrun og samfélag.

Verkefnastjóri var Sandra Hilmarsdóttir.

Úr vottuðu námsleiðinni ,,Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum" útskrifuðust 15 manns samtals. Flestir luku allri námsleiðinni, sem var 300 kennslustundir að lengd, en aðrir luku hluta hennar. Námið hófst haustið 2017. 

Helstu námsgreinar voru: enska 1 og 2, íslenska 1 og 2, stærðfræði 1 og 2 og danska. Allt voru þetta fimm eininga áfangar. Námið var skipulagt í samstarfi við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Leiðbeinendur voru: Þorkell Þorsteinsson og Þorsteinn Hjaltason, sem kenndu ensku. Arnfríður Arnardóttir, sem kenndi íslensku, Gísli Árnason, sem kenndi stærðfræði, Hólmfríður Guðmundsdóttir sem kenndi dönsku og Sandra Hilmarsdóttir saem kenndi námstækni.

Verkefnastjóri var Bryndís Þráinsdóttir.

Farskólinn þakkar öllum þeim sem komu að þessum tveimur námsleiðum frábært samstarf. Skráningar eru hafnar fyrir nýjan hóp í ,,Nám og þjálfun". 

Nýútskrifaðir félagsliðar ásamt verkefnastjóra sínum.

Hluti hópsins í Námi og þjálfun.