Vel heppnað vatnslitanámskeið á enda hjá Farskólanum

Níu þátttakendur sóttu námskeiðið og nutu leiðsagnar Guðbrands Ægis Ásbjönssonar. Áfram verður boðið upp á myndlistarnámskeið.

Á námskeiðinu var farið  í grundvallaratriði vatnslitamálunar. Þátttakendur æfðu grunntæknina og gerðu hraðaskissur. Stuðst var við einföld mótíf sem voru teiknuð lauslega.  

Leiðbeinandi var Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson, grunnskólakennari og listamaður. Níu þátttakendur sóttu námskeiðið.

Sigríður klárar sína mynd.

Guðbrandur Ægir ásamt Huldu, Unni og Birnu.

Frá vinstri. Sigríður, Ingibjörg, Jóhann, Kristín og Árni.

Birna og Hulda.