Verkefninu ,,Fræðslustjóri að láni" í Húnaþingi vestra lokið.

Tillögur stýrihóps að fræðsluáætlun fyrir starfsmenn sveitarfélagsins, til næstu þriggja ára liggja fyrir.

Nú er verkefninu ,,Fræðslustjóri að láni" lokið hjá sveitarfélaginu Húnaþingi vestra. Það eru Sveitamennt og Mannauðssjóður Kjalar sem fjármögnuðu verkefnið að fullu.

Þann 31. október afhenti Farskólinn skýrslu um verkefnið. Í skýrslunni koma fram niðurstöður úr viðhorfskönnun sem lögð var fyrir alla starfsmenn sveitarfélagsins ásamt drögum að fræðsluáætlun til næstu þriggja ára.

Í upphafi verkefnisins var skipaður stýrihópur sem í sátu: Borghildur H. Haraldsdóttir, Helena Halldórsdóttir, Hulda Signý Jóhannesdóttir, Kristján S. Guðmundsson og Vigdís Lillý Sigurjónsdóttir. Hópurinn hittist sex sinnum ásamt ráðgjöfum Farskólans.

Farskólinn þakkar  Kristínu Njálsdóttur, frá Sveitamennt, Örnu Jakobínu Björnsdóttur frá Mannauðssjóði Kjalar, Guðnýju Hrund Karlsdóttur, sveitarstjóra í Húnaþingi vestra og Jennýju Þórkötlu Magnúsdóttur, sviðsstjóra fjölskyldusviðs gott samstarf. Síðast og ekki síst þakkar Farskólinn stýrihópnum fyrir frábært samstarf meðan á verkefninu stóð. Gert er ráð fyrir að fræðsluáætlunin taki gildi frá og með næstu áramótum. 

Guðný Hrund Karlsdóttir tekur við skýrslunni úr höndum Bryndísar Þráinsdóttur.

Bryndís, Vigdís Lillý, Helena og Hulda en þrjár síðasttöldu skipuðu stýrihópinn. Á myndina vantar Borghildi og Kristján, sem einnig skipuðu stýrihóp.

Sveitarstjóri veitt vel af sælgæti í tilefni af degi hrekkjavökunnar.

Vigdís Lillý og tertan góða.