Verkefninu ,,Fræðslustjóri að láni" lokið hjá sveitarfélaginu Skagafirði

Drög að fræðsluáætlun kynnt og afhent sveitarstjóra

Vorði 2015 skrifuðu Sveitamennt. Mannauðssjóður Kjalar, Farskólinn og sveitarfélagið Skagafjörður undir samning um ,,Fræðslustjóra að láni".

Þriðjudaginn 10. nóvember fékk sveitarstjóri Skagafjarðar lokaskýrslu í hendur. Skýrslan inniheldur niðurstöður úr greiningarvinnu stýrihóps, sem skipaður var fulltrúum starfsmanna, og Markviss ráðgjafa Farskólans,

Viðamikil viðhorfskönnun var lögð fyrir starfsmenn sveitarfélagsins vorið 2015 og fræðsluáætlun sett saman í kjölfarið fyrir þá starfsmenn sem eru í Kili og Öldunni.

Farskólinn þakkar þeim sem að verkefninu komu gott samstarf undanfarana mánuði.

Bryndís Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Farskólans, afhendir Ástu Pálmadóttur, sveitarstjóra sveitarfélagsins Skagafjarðar lokaskýrsluna.

Bryndís, Ásta Pálmadóttir og Kristín Njálsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitamenntar.