Vetrarstarfið komið á fljúgandi ferð í Farskólanum

Stéttarfélögin Aldan, Kjölur, Samstaða og SFR bjóða félagsmönnum sínum upp á námskeið þeim að kostnaðarlausu. Fleiri fréttir af starfinu.

Fyrst fréttir dagsins. Það er ánægjulegt að stéttarfélögin Aldan, Kjölur, Samstaða og SFR hafa ákveðið að bjóða sínum félagsmönnum ókeypis á fjögur námskeið sem er í boði í Farskólanum. Námskeiðin eru:

  • Fljóta - slaka - njóta. Leiðbeinandi er Auður Björk Birgisdóttir.
  • Konfektgerð. Leiðbeinandi er Halldór Sigurðsson, bakarameistari.
  • Næringarfræði fyrir fróðleiksfúsa. Leiðbeinandi er Ólafur Sæmundsson, næringarfræðingur.
  • iPad námskeið. Leiðbeinendur eru: Álfhildur Leifsdóttir og Bergmann Guðmundsson, kennarar pog ,,Apple kennarar". Halldór Gunnlaugsson er verkefnastjóri ofangreindra námskeiða. Síminn hjá honum er 455 - 6013.

     Sjá nánar auglýsingar í Sjónhorni og hér á heimasíðunni undir ,,námskeið".

Af öðrum námskeiðum er það að frétta að Félagsliðanámið er komið á fullt. Sandra Hilmarsdóttir er verkefnastjóri. Námsmenn útskrifast næsta vor. Svæðisleiðsagnarnáminu lýkur í desember. Kristín Einarsdóttir er verkefnastjóri. Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum er hafið, því lýkur í maí 2018. Bryndís Þráinsdóttitr er verkefnastjóri. Námskeið fyrir Fjölmennt eru í gangi og er jóganámskeið haldið á sunnudögum. Sandra Hilmarsdóttir er verkefnastjóri. 

Námskeið fyrir sveitarfélagið Skagafjörð eru að farin af stað og sömu sögu má segja um námskeiðin fyrir starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Blönduósi og Sauðárkróki. Halldór Gunnlaugsson er verkefnastjóri.

Íslenska fyrir útlendinga er í startholunum. Þar fer allt á fullt eftir sláturtíð. Námskeið verða haldin á Hvammstanga, Blönduósi og Sauðárkróki. Verkefnastjóri er Jóhann Ingólfsson. Síminn hjá honum er 455 - 6011.

Í undirbúningi eru smiðjur; Beint frá býli og FabLab smiðja ásamt námskeiði fyrir dyraverði.

Raunfærnimat er í gangi fyrir þá sem vinna með hesta og þá sem starfa í verslun. Sandra Hilmarsdóttir, ráðgjafi, veitir allar upplýsingar um það í síma 455 - 6160.

Hér hefur verið stiklað á stóru í tengslum við námskeiðahald haustsins og raunfærnimat.