Viðbragðsáætlun í Farskólanum hefur tekið gildi

Skrifstofuskólinn kenndur í gegnum tölvuna - hver og einn situr heima og lærir. Íslenskunámskeiðum frestað um að minnsta kosti fjórar vikur.

Vegna Covit - 19 faraldursins hefur viðbragðsáætlun tekið gildi í Farskólanum.

  • Íslenskunámskeiðum hefur verið frestað um að minnsta kosti fjórar vikur.
  • Skrifstofuskólinn er næstu vikurnar kenndur í gegnum tölvuna. Námsmenn sitja heima en kennarar eru annað hvort í Farskólanum eða heima hjá sér.
  • Önnur námskeið hafa verið felld niður eða þeim frestað.
  • Húsnæði Farskólans á Faxatorgi er lokað.
  • Fjórir starfsmenn skipta með sér að vera heima eða í Farskólanum; tveir vinna heima og tveir vinna í Farskólanum. Þeir sem vinna í Farskólanum deila ekki sama rými.
  • Starfsmenn eru farnir að huga að haustinu. Skipulagsvinna er komin í gang.
  • Passað er upp á rýmið og nóg er til af sótthreinsivökva.
  • Starfsmenn eru meðvitaðir um smitleiðir og fara varlega.
  • Starfsmenn vita að þeir eru allir ,,almannavarnir".

Gangi okkur öllum vel.

 

 

Frá slitum Matarsmiðjunnar - Beint frá býli