Vika símenntunar hjá Farskólanum

Vikuna 28. september til 2. október stendur yfir Vika símenntunar hjá Farskólanum. Starfsfólk Farskólans verður á faraldsfæti þessa viku og vonast til að hitta sem flesta um allt Norðurland vestra. Farið verður í heimsóknir í fyrirtæki, spjallað við fólk á förnum vegi og boðið í kaffi og vöfflur í námsverunum...lestu meira.

Þessa viku stendur yfir vika símenntunar hjá Farskólanum. Starfsfólk Farskólans verður á faraldsfæti þessa viku og vonast til að hitta sem flesta um allt Norðurland vestra. Farið verður í heimsóknir í fyrirtæki, spjallað við fólk á förnum vegi og boðið í kaffi og vöfflur í námsverunum á hverjum stað. Tilgangurinn er m.a. að heyra í fólki á svæðinu, kynna starfsemi Farskólans, kynna námsframboð haustsins, vekja athygli á fræðslusjóðunum sem hægt er að sækja um styrki í, taka við skráningum á námskeið og heyra í íbúum á svæðinu varðandi hugmyndir að námsframboði.

Þriðjudaginn 29. september verðum við á Skagaströnd. Milli kl. 17:00 - 18:00 bjóðum við íbúum að kíkja til okkar í námsstofuna á Einbúastíg 2 í spjall, rjúkandi heitt kaffi og nýbakaðar vöfflur.

Miðvikudaginn 30. september verðum við á Hvammstanga. Milli kl. 17:00 - 18:00 verður opið hús í námsverinu að Höfðabraut 6 þar sem við bjóðum í kaffi, nýbakaðar vöfflur og spjall.

Fimmtudaginn 1. október verðum við á BlönduósiMilli kl. 17:00 - 18:00 verður opið hús í námsverinu, sem staðsett er í Þekkingarsetrinu Árbraut 31, þar sem við bjóðum í kaffi, nýbakaðar vöfflur og spjall.

Föstudaginn 2. október verðum við á Sauðárkróki. Milli kl. 17:00 - 18:00 verður opið hús í námsverinu á Faxatorgi þar sem við bjóðum í kaffi, nýbakaðar vöfflur og spjall.

 

Hlökkum til að sjá sem flesta