Vinnustofa um VAKANN, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar í fullum gangi

Þátttakendur koma af öllu Norðurlandi vestra

Námskeiðinu/vinnustofunni var skipt niður á tvo daga. Fyrri dagur var haldinn þriðjudaginn 3. nóvember í Farskólanum. Þar var meðal annars fjallað um: umsóknarferli í Vakann, Skráningar, öryggisáætlanir og fleira. Seinni dagur verður á Blönduósi, í sal Samstöðu að Þverbraut 1, þriðjudaginn 10. nóvember.

Leiðbeinendur eru: Emil Björnsson og Helgi Svavarsson, verkefnastjórar hjá SÍMEY, símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar.

Helgi Svavarsson ásamt hluta þátttakenda.

Hópurinn sem sótti námskeið um VAKANN.

Emil Björnsson og Helgi.