Vorönn komin á fullt skrið í Farskólanum - enginn námsvísir kemur út vegna vorannar

Fréttir af námskeiðum í Farskólanum

Strax 4. janúar hófust námskeið í Farskólanum. Í janúar voru haldin þrjú námskeið fyrir starfsfólk FISK seafood ehf. Námskeiðin kallast ,,grunnnámskeið fyrir fiskvinnslustarfsfólk" og er hvert þeirra 48 klst. að lengd. Ráðnir voru tveir túlkar til að túlka fyrir Pólverja og Búlgara. Námskeiðið tókust vel að mati verkefnastjóra, Bryndísar Þráinsdóttur.

Unnið er eftir fræðsluáætlun hjá sveitarfélaginu Skagafirði. Framundan eru námskeiðin: ,,Sigraðu sjálfan þig", námskeið um  ,,einelti", ,,álag, streitu og kulnun í starfi", námskeið fyrir stjórnendur, námskeið í ,,skyndihjálp" og ,,samskiptum". Verkefnastjóri er Halldór Gunnlaugsson.

Námskeið fyrir KS hafa verið haldin. Má þar nefna ,,brunavarnir" og framundan eru námskeið í ,,tölvuöryggi".  Verkefnastjóri er Jóhann Ingólfsson.

Námskeið fyrir HSN - heilbrigðisstofnun Norðurlands verða nokkur. Má þar nefna ,,tölvunámskeið", námskeið um ,,streitu og kulnun í starfi", ,,skyndihjálp", ,,starfslokanámskeið" og námskeið fyrir stjórnendur. Ekki er hér allt upp talið. Verkefnastjóri er Halldór Gunnlaugsson.

Námskeið fyrir starfsfólk Húnaþings vestra verða haldin nú á vorönn. Má þar nefna áframhaldandi námskeið í ,,skyndihjálp", ,,tölvunámskeið", námskeið um ,,heilbrigði og vellíðan" og ,,stjórnun álags og streitu". Verkefnastjóri er Jóhann Ingólfsson.

Í gangi er námskeiðið ,,Matarsmiðja - Beint frá býli" í Húnavatnsssýslum og eins eru fyrirhuguð nokkur námskeið fyrir bændur nú á vorönn. Má þar nefna: ,,Úrbeiningu á folaldi", ,,viðhald véla til sveita", ,,notkun dróna við búskap", ,,ostanámskeið" og námskeið í ,,kæfu- og paté gerð" og fleira. Verkefnastjóri er Halldór Gunnlaugsson.

Íslenskunámskeið fyrir útlendinga eru að fara af stað. Jóhann sér um að skipuleggja þau.

Námsleiðin ,,Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum er í fullum gangi" ásamt ,,Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú". Auk þess má nefna að framundan er námskeið fyrir þá sem vinna við gatnagerð. ,,Merking vinnusvæða" kallast það. Markhópurinn eru starfsmenn verktakafyrirtækja og sveitarfélaga. 

 

 

Útskrift frá Íslenskunámskeiði á Hvammstanga.

Útskrift frá íslenskunámskeiði á Sauðárkróki.

Pólverjar sem starfa hjá FISK við útskrift.