Að auka seiglu og stjórna eigin líðan

Á námskeiðinu er farið í sjö þætti seiglu, hvernig þeir birtast og hvaða áhrif þeir hafa á einstaklinga og árangur. Farið er í hagnýtar æfingar sem auka seiglu og gefa innsýn í eigin hugsanir og orsakagreiningar.

Árið 2002 kom út metsölubók eftir Karen Reivich Ph.D. og Andrew Shatté Ph.D. sem nefnist The Resilience Factor. Í bókinni segja höfundar frá víðtækum rannsóknum sínum á því hvernig framúrskarandi einstaklingar takast á við mótlæti og erfiðleika í leik og starfi. Það mikilvægasta er hvernig þeir hugsa og hvernig þeir vinna úr þeim atburðum sem gerast í kringum þá. Á fræðimáli kallast þessi eiginleiki „seigla“ eða á ensku „resilience“. Við þurfum öll á seiglu að halda til að ná okkur eftir bakslög og takast á við daglegar hindranir. Rannsóknir sýna að við getum breytt því hvernig okkur líður með því að breyta hugsunum okkar því að það sem stjórnar hegðun okkar er ekki það sem gerast í kringum okkur heldur hvernig við túlkum það sem gerist. Þetta kallast hugræn atferlismeðferð eða HAM.

Við höfum öll tilhneigingu til að nota ákveðinn hugsunarstíl til að útskýra það sem gerist í lífi okkar og hvers vegna það gerist. Við þróum þennan stíl í æsku og höldum okkur við hann það sem eftir er ævi okkar, nema við tökum meðvituð skref til að breyta honum. Hugsunarstíllinn virkar eins og viðmið sem við notum til að útskýra fyrir sjálfum okkur hvers vegna hlutir, slæmir eða góðir, hendi okkur. Hægt er að auka seigluna með því að breyta hugsunum sínum.

Á námskeiðinu er farið í sjö þætti seiglu, hvernig þeir birtast og hvaða áhrif þeir hafa á einstaklinga og árangur. Farið er í hagnýtar æfingar sem auka seiglu og gefa innsýn í eigin hugsanir og orsakagreiningar.

Meðal þess sem er tekið fyrir á námskeiðinu:
  Sjö þættir seiglu.
  Hugræn atferlismeðferð.
  Mat á aðstæðum og orsökum.
  Áhrif hugsana á hegðun.
  Núvitundaræfingar.
  Tæki og tól til að auka seiglu.
  Að vinna með styrkleika og veikleika.

Ávinningur:
  Betri innsýn í eigin hugsanir.
  Aukin seigla.
  Aukin hæfni í að takast á við mótlæti.
  Betri lausn vandamála.
  Betri skilningur á sjálfum sér.

Kennsluaðferðir:
 Fyrirlestur.
 Hagnýt verkefni.
 Umræður.
 Virk þátttaka.

Fyrirkomulag: Námskeiði er tveir dagar, samtals sjö klukkustundir.

Hvar og hvenær:
Á Sauðárkróki 11. og 18.nóvember kl. 18:00-21:30 hvorn dag.

Leiðbeinandi: Ingrid Kuhlman, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði.

Verð: 35.000 kr.*

 

*Athugið að sjóðir stéttarfélaga greiða fyrir starfsmenn, sem eru félagsmenn í aðildarfélögum Sveitamenntar, Ríkismenntar og Starfsmenntar. Félagsmenn stéttarfélaganna Sameykis (áður SFR), Kjalar og starfsmenn ríkis og sveitarfélaga í Samstöðu og Öldunni eiga þess kost að sækja þetta námskeið frítt. Nánari upplýsingar um aðildarfélög Starfsmenntar má finna hér.

Aðilar í Starfsmennt skrá sig hér fyrir námskeið á Hvammstanga www.smennt.is

Aðilar í Starfsmennt skrá sig hér fyrir námskeið á Blönduósi www.smennt.is

Aðilar í Starfsmennt skrá sig hér fyrir námskeið á Sauðárkróki www.smennt.is 

Önnur námskeið

 • Betri nýting á folalda og hrossakjöti

 • Eldað án glútens – glútenlaust fæði

 • HSN - Fagenska fyrir heilbrigðisstarfsfólk

 • Íslenska 1 – Icelandic 1

 • Íslenska 2 – Icelandic 2

 • Íslenska 3 – Icelandic 3

 • Íslenska 4 – Icelandic 4

 • Konfektgerð

 • Matarsmiðja - Beint frá býli

 • Mósaík námskeið - Fullorðinsfræðsla fatlaðra

 • Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum

 • Ostagerð

 • Pate- og kæfugerð

 • Skagafjörður - Jafnréttismál í stjórnun, stefnumótun og opinberri stjórnsýslu á sveitarstjórnarstiginu

 • Skagafjörður - Konfektgerð

 • Skagafjörður - OneNote

 • Skrifstofunám

 • Smíðanámskeið með Atla - Fullorðinsfræðsla fatlaðra

 • Söltun og reyking

 • Tækjaleikfimi - Þreksport - Fullorðinsfræðsla fatlaðra

 • Úrbeining á folaldi

 • Verkefnastjórnun fyrstu skrefin