Að standa af sér storminn

Vefnámskeið með Helgu Hrönn Óladóttur frá Streituskólanum

Lýsing:

Á námskeiðinu ,,Að standa af sér storminn" mun Helga Hrönn Óladóttir fjalla um leiðir til lausna er snúa að kvíða í tengslum við heimsfaraldur eða aðra samfélagsógn

Við slíkar aðstæður myndast óvissa sem getur orðið ríkjandi streituvaldur sé ekki brugðist við með fræðslu. Markmiðið er að þátttakendur geti nýtt sér tímann til að efla sig fyrir komandi tíma þegar hjól samfélagsins fara að snúast á ný. 

Um er að ræða 40 mínútna námskeið sem inniheldur bæði fræðslu og stutta öndunaræfingu.

Leiðbeinandi: Helga Hrönn Óladóttir frá Streituskólanum.

Þátttakendur geta tengst námskeiðinu á sinni eigin tölvu, síma eða snjalltæki. Þannig er hægt að taka þátt með einföldum hætti heima hjá sér eða í vinnunni, í ró og næði.

Hvenær:

Fimmtudaginn 26. mars klukkan 14:00 - 14:40. Fjarnámskeið ZOOM.

 Námskeiðið er í boði fyrir íbúa á Norðurlandi vestra og er samstarfsverkefni Farskólans, SSNV og stéttarfélaganna Öldunnar, Verslunarmannafélags Skagafjarðar, Sameykis, Samstöðu og Kjalar og viljum við bjóða íbúum svæðisins á þessi námskeið þeim að kostnaðarlausu. 

Önnur námskeið