Að stíga ölduna – aðlögunarhæfni til framtíðar

Fjórða iðnbyltingin kallar á nýja greind og færni til framtíðar. Hraði breytinga tók mikinn kipp á COVID tímum og breytingin framundan verður mörgum þung í skauti. Hvernig getum við betur undirbúið okkur fyrir hið óvænta? Horft á breytinguna með „nýjum augum“? 

Samkvæmt rannsóknum eru tilfinningagreind og þrautseigja meðal þeirra tíu eftirsóknarverðustu hæfileikum sem framtíðarstarfsmaðurinn þarf að búa yfir. Með auknu álagi og tíðari breytingum bjóða þrautseigja og tilfinningagreind upp á nýjar lausnir til að halda ró okkar í vaxandi óvissu.  Á námskeiðinu verður  farið yfir þær breytingar sem framundan eru og í kjölfarið koma með hagnýt ráð til að hefja ferðalagið í átt að aukinni tilfinningagreind og þrautseigju.

Megininntak

•        Hvernig er sýn ykkar á breytingar? 

•        Hvaða breytingar eru framundan? 

•        Hvaða hæfileikar eru eftirsóknarverðir í fari starfsmanna til framtíðar? 

•        Hvað er þrautseigja og hvernig aukið þið hana í eigin lífi? 

•        Hvaða þættir stuðla að þrautseigju og hvaða verkfæri eru í boði? 

•                    Hvað er tilfinningagreind og hvernig nýtist sú greind? Hvernig lærum við að þekkja, nefna, skilja og temja eigin tilfinningar? 

•                    Hvernig hefur okkar tilfinningalega ástand áhrif á aðra? 

 

Eftir námskeiði munu þátttakendur: 

•                    Hafa aukinn skilning á þeim breytingum sem framundan eru og mikilvægi þess að undirbúa sig með aukinni aðlögunarhæfni. 

•                    Hafa upplýsingar um hvaða þættir ýta undir aukna þrautseigju og fá ýmis verkfæri til að auka álagsþol og viðnám í starfi. 

•                    Skilja til hvað tilfinningagreind er og fá leiðbeiningar um það hvernig slík greind nýtist í bæði lífi og starfi.

Leiðbeinandi:  GuðrúnSnorradóttir PCC stjórnendamarkþjálfi

Staður og tími: Sauðárkrókur 8.október 13:00-16:00. 

Verð:  31.300 kr.*

*ATH: Félagsmenn í Öldunni og Samstöðu hjá ríki og sveitarfélögum athugið!

Starfsmenntasjóðirnir Sveitamennt og Ríkismennt greiða námskeiðsgjald vegna þátttöku almennra starfsmanna sveitarfélaga og ríkisins. Þetta á einnig við stofnanir ríkis og sveitarfélaga sem eru aðilar að Sveitamennt og Ríkismennt.

Önnur námskeið

 • Að þurrka og grafa kjöt

 • Betri nýting á folalda og hrossakjöti

 • Betri skilningur og bætt samskipti

 • Ertu jákvæður leiðtogi í lífi og starfi? - Vefnámskeið

 • Fars, pylsu og bjúgnagerð

 • Gæðin úr eigin garði - Vefnámskeið

 • Hádegishugleiðsla

 • Hádegisjóga

 • Hamingjan sanna - Vefnámskeið

 • Heimahjúkrun, aðferðir til að takast á við depurð og þunglyndi

 • Heit- og kaldreyking á fiski, kjöti og villibráð

 • Hjúkrunarmóttaka

 • Hnífar og hnífabrýningar

 • Hrápylsugerð

 • Hreyfiseðill

 • ILS - Sérhæfð endurlífgun 1

 • Íslenska 1 – Icelandic 1

 • Íslenska 2 – Icelandic 2

 • Íslenska 3 – Icelandic 3

 • Íslenska 4 – Icelandic 4

 • Jóla - eftirréttir

 • Matur frá Miðjarðahafinu

 • Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum

 • Nútímastjórnun og yfirsýn

 • Öldrunarsjúkdómar

 • Ostagerð

 • Pate- og kæfugerð

 • Sálræn áföll

 • Sár og sárameðferð

 • Skagafjörður - Excel

 • Skagafjörður - Gæði úr eigin garði - 90 mín vefnámskeið

 • Skagafjörður - Jafnréttismál í stjórnun, stefnumótun og opinberri stjórnsýslu á sveitarstjórnarstiginu - Námskeið fyrir stjórnendur

 • Skagafjörður - Matur frá Miðjarðahafinu

 • Skagafjörður - Nútímastjórnun og yfirsýn

 • Skagafjörður - Skjalastjórnun: rekjanleiki, verklag og ábyrgð

 • Skagafjörður - Skyndihjálp 4 klst.

 • Skagafjörður - Skynidhjálp 12 klst

 • Skjalastjórnun: rekjanleiki, verklag og ábyrgð

 • Sögun og niðurhlutun á lambaskrokk

 • Söltun og reyking

 • Úrbeining á folaldi

 • Úrbeining á kind

 • Val á Skíðum og umhirða.