FabLab smiðja fyrir frumkvöðla

Smiðjan er fyrir þá sem eru orðnir 20 ára eða eldri, hafa ekki lokið framhaldsskóla og eru á vinnumarkaði.

Lýsing: Megin áhersla er á að þátttakendur öðlist innsýn í stafræna framleiðslutækni og auki áhuga sinn á nýsköpun og hönnun.

Að loknu námi í smiðjunni hefur námsmaður: 

• Fengið innblástur til nýsköpunar

• Lært hvernig fara má frá hugmynd til fullbúinnar vöru með stafrænni framleiðslutækni, hvort sem það er frumgerð, listaverk eða önnur hönnun.

Kennslufyrirkomulag: Námið er verklegt að stórum hluta. Þátttakendur koma allir saman þegar um sameiginlega kennslu eða verkefni er að ræða. Að öðru leyti vinna þátttakendur sjálfstætt í smiðjunni að sínum eigin verkefnum. Nánar um smiðjuna má sá hér.

Leiðbeinendur: Ýmsir

Lengd: 80 klst. eða 120 kest.

Hvar og hvenær: Á vorönn 2019 í verknámshúsi FNV á Sauðárkróki.

Verð: 32.000 kr.

Önnur námskeið