Flökun, hnífabrýningar og hnútagerð

Lýsing: Upplagt fyrir frístundatrillukarla og konur. Á námskeiðinu lærir þú að flaka mismunandi tegundir fiska, hvernig þú átt að halda hnífunum þínum flugbeittum og lærir að nýta hnúta og splæsingar. Einnig fræðistu um mismunandi veiðarfæri og aðferðir við að ná í ýmiskonar hnossgæti á sjávarbotninn og færð ráðleggingar um matreiðslu. Grill og pottur verða á staðnum til að elda.

Leiðbeinandi: Rúnar Kristjánsson, netagerðarmeistari.

Hvar og hvenær: Námskeiðið er haldið í húsnæði Ísnets á Sauðárkróki þegar nægri þátttöku er náð. 

Lengd: 3 klst.

Verð: 5.900 kr.

Önnur námskeið