Forræktun mat- og kryddjurta - vefnámskeið

Krydd- og matjurtir, ræktun og umönnun.

Lýsing:

Á þessu námskeiði verður farið yfir ræktun og umönnun krydd- og matjurta. Upplýsingar um val á fræi og sáningu og hvernig hægt er að fjölga kryddjurtum með græðlingum. Greint er frá hefðbundnum og óhefðbundnum ræktunaraðferðum og áburðargjöf í forræktuninni.

Þátttakendur fá aðgang að lokuðum hópi á Fésbók í viku eftir námskeiðið. Þar mun Auður miðla upplýsingum og myndböndum og þátttakendur fá tækifæri til að spyrja og spjalla.

Leiðbeinandi:

Auður Ottesen.

Hvenær:

Fimmtudaginn 2. apríl klukkan 14:00 - 15:30. Vefnámskeið ZOOM.

Athugið að vegna ljómandi góðrar skráningar er búið að bæta við öðrum hópi ( Sjá Skráning hópur 2). Sá fyrirlestur hefst kl. 17:00.

Nú er búið að bæta við þriðja fyrirlestrinum um forræktun matjurta. Sá fyrirlestur verður föstudaginn 3. apríl kl. 14:30 - 16:00. Skráning fer fram í gegnum græna hnappinn hér til hliðar sem merktur er ,,Hópur 3".

Námskeiðið er í boði fyrir íbúa á Norðurlandi vestra og er samstarfsverkefni Farskólans, SSNV og stéttarfélaganna Öldunnar, Verslunarmannafélags Skagafjarðar, Sameykis, Samstöðu og Kjalar og viljum við bjóða íbúum svæðisins á þessi námskeið þeim að kostnaðarlausu. 

Önnur námskeið