Frá umsókn til atvinnu

Ert þú í atvinnuleit?

Lýsing: Þetta námskeið er hugsað fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref á atvinnumarkaðnum eða þá sem eru í atvinnuleit. Á þessu námskeiði verður farið yfir nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa í huga í atvinnuleit. Farið verður í gerð ferilskrár; hvernig á að skrifa kynningarbréf, markvissa atvinnuleit og hvað gott er að hafa í huga fyrir atvinnuviðtöl.

Leiðbeinandi: Sandra Hilmarsdóttir, ráðgjafi.

Hvar: Á öllu Norðurlandi vestra.

Hvenær: Á haust 2017.

Fjöldi: 4 - 6 þátttakendur.

Lengd: 6 klukkustundir, þrjú skipti.

Verð: Þetta námskeið stendur fullorðnum til boða án endurgjalds.

 

Þegar lágmarksfjölda þátttakenda er náð verður dagsetning námskeiðsins ákveðin og haft samband við skráða þátttakendur.

Önnur námskeið