HSN - Fagenska fyrir heilbrigðisstarfsfólk

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).

Ætlað móttöku-,lækna-, og heilbrigðisriturum

Á námskeiðinu er lögð áhersla á starfstengda ensku, þ.e. þann orðaforða sem tengist heilbrigðismálum og öðru sem tengist starfinu. Áhersla er lögð á þjálfun talmáls, með samtölum og vinnu í litlum hópum. Farið er í grunnatriði málfræði og stafsetningar. Kennslustundirnar eru skemmtilegar og líflegar þar sem markmiðið er að gera fólk óhrætt og fært um að tjá sig við þjónustuþega.

Markmið:
Að þátttakendur verði öruggari að tjá sig á ensku.
Að þátttakendur byggi upp orðaforða sem nýtist þeim í starfi.
Að þátttakendur skilji helstu hugtök á ensku er tengjast starfssviði þeirra.
Að þátttakendur geti svarað fyrirspurnum í starfi á ensku, bæði munnlega og skriflega.

Fyrirkomulag: Fyrirlestrar, umræður og verkefni.

Leiðbeinandi:
Karen Malmquist, kennari

Lengd:
Námskeiðið er þrjú skipti, 2 klst. í senn.

Hvar og hvenær: Akureyri SÍMEY 21. nóv, 26. nóv og 28. nóv frá kl. 14-16.

Skráning fer fram hjá SÍMEY

Önnur námskeið

 • Að auka seiglu og stjórna eigin líðan

 • Betri nýting á folalda og hrossakjöti

 • Eldað án glútens – glútenlaust fæði

 • Íslenska 1 – Icelandic 1

 • Íslenska 2 – Icelandic 2

 • Íslenska 3 – Icelandic 3

 • Íslenska 4 – Icelandic 4

 • Konfektgerð

 • Matarsmiðja - Beint frá býli

 • Mósaík námskeið - Fullorðinsfræðsla fatlaðra

 • Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum

 • Ostagerð

 • Pate- og kæfugerð

 • Skagafjörður - Jafnréttismál í stjórnun, stefnumótun og opinberri stjórnsýslu á sveitarstjórnarstiginu

 • Skagafjörður - Konfektgerð

 • Skagafjörður - OneNote

 • Skrifstofunám

 • Smíðanámskeið með Atla - Fullorðinsfræðsla fatlaðra

 • Söltun og reyking

 • Tækjaleikfimi - Þreksport - Fullorðinsfræðsla fatlaðra

 • Úrbeining á folaldi

 • Verkefnastjórnun fyrstu skrefin