HSN - Núvitund

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).

Námskeiðið er hugsað fyrir skólahjúkrunarfræðinga, en aðrir innan HSN velkomnir.


Hugur okkar reikar stöðugt og hugsanir koma og fara. Með þjálfun má ná umtalsvert betri stjórn á huganum og draga úr óeirð og einbeitingarskorti. Með því að taka eftir tilfinningum og hugsunum og átta sig á eðli þeirra má verjast áleitnum, neikvæðum hugsunum sem vinna gegn okkur. Þannig má draga úr álagi og stressi, minnka vanlíðan og kvíða, auka trú á eigin getu og efla eigin hæfni til að ráða við andlega og líkamlega krefjandi verkefni. Með yfirvegun, eftirtekt og skilningi getum við betur mætt eigin þörfum og hjálpað öðrum við að uppfylla sínar þarfir. Núvitund er þjálfuð með íhugun og einbeitingu í einföldum æfingum. Á námskeiðinu verður farið í grundvallarhugtök og fræði sem tengjast núvitund. Einnig verða æfingar kenndar bæði sem gagnast skólahjúkrunarfræðingum sjálfum sem og börnum og unglingum sem eru skjólstæðingar þeirra.

Leiðbeinendur: Aðalheiður Sigfúsdóttir og Kristín Elva Viðarsdóttir sálfræðingar.

Hvar og hvenær:
Námskeiðið er 8 klst. og verður kennt á miðvikudögum frá kl. 14:00 – 16:00 í gegnum SKYPE.
12. febrúar
19. febrúar
26. febrúar
4. mars

Skráning fer fram HÉR HJÁ SÍMEY

Önnur námskeið

 • Að setja mörk

 • Að varða veginn – Verður 2020 þitt besta ár?

 • Betri nýting á folalda og hrossakjöti

 • Eldað án glútens – glútenlaust fæði

 • Fluguhnýtingar - fyrir byrjendur og lengra komnar

 • Grunnatriði hjóla og hjólreiða!

 • HSN - Á eigin skinni

 • HSN - Hamingjan sanna

 • HSN - Mannlegi millistjórnandinn - Markviss stjórnendaþjálfun

 • HSN - Saga skráning - fjármögnunarmódelið

 • HSN - Sár og sárameðferð

 • HSN - Sigraður streituna

 • HSN - Skyndihjálp - 4 tíma

 • HSN - Skyndihjálp 12 klst

 • HSN - Þjónandi leiðsögn – námskeið fyrir leiðbeinendur (MENTORA)

 • Íslenska 1 – Icelandic 1

 • Íslenska 2 – Icelandic 2

 • Íslenska 3 – Icelandic 3

 • Líkamsbeiting

 • Markviss stjórnendaþjálfun

 • Matreiðslunámskeið – Miðausturlönd

 • Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum

 • Örugg tjáning – betri samskipti

 • Ostagerð

 • Ræktun matjurta

 • Skagafjörður - Að setja mörk

 • Skagafjörður - Excel

 • Skagafjörður - Glóðir og guðaveigar

 • Skagafjörður - Jafnréttismál í stjórnun, stefnumótun og opinberri stjórnsýslu á sveitarstjórnarstiginu

 • Skagafjörður - Styrkleikar í lífi og starfi

 • Skrifstofuskólinn

 • Smíðanámskeið með Atla - Fullorðinsfræðsla fatlaðra

 • Styrkleikar í lífi og starfi

 • Tækjaleikfimi - Þreksport - Fullorðinsfræðsla fatlaðra

 • Umhirða dráttavéla og annarra tækja til bæja og sveita

 • Upplýsinga- og skjalastjórn hjá skipulagsheildum

 • Viskínámskeið - sögustund