HSN - Samskipti á vinnustöðum

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).

Viltu ná enn meiri árangri í starfi?
 Lykilinn að framúrskarandi samstarfi og árangri felst í öflugum samskiptum. Rannsóknir hafa margsýnt fram á fylgni á milli öflugra samskipta á vinnustað og aukinnar framleiðni og starfsánægju.
Meðal þess sem þátttekndur fá út úr námskeiðinu er:
• Innsýn í mismunandi samskiptastíl og hvað einkennir „fyrirmyndar“ samskiptastíl
• Upplýsingar um dæmigerðar ástæður ágreinings á vinnustöðum
• Betri færni í að taka eftir „földum“ skilaboðum (sínum eigin og annarra)
• Aukinn skilning á hvernig megi fyrirbyggja óæskilegan ágreining og spennu á vinnustaðnum og í staðinn stuðla af öflugum samskiptum
• Aukna færni til að takast á við erfið samskipti og erfið mál sem þarf að ræða
 
Hér koma nokkrar umsagnir frá þátttakendum á fyrri námskeiðum um samskipti á vinnustöðum:
1. Þú kemur öllu mjög vel til skila og skemmtilegt hvernig þú kemur hlutunum í raunveruleikann okkar
2. Lifandi framsaga, hélt vel athyglinni, tilbúin að hlusta og svara fyrirspurnum úr sal
3. Þú ert svo lífleg og skemmtileg og kemur efninu vel frá þér. Kveikir í mér á mörgum sviðum bæði vinnu og einkalífi - við getum alltaf gert betur. Gaman að hlusta á þig og flott dæmi frá þér.
 4. Skýr framsetning - góð dæmi - þátttakendur virkjaðir. Stutt og hnitmiðað.
 5. Flott myndskeið og lýsandi. Góð dæmi og efnið sett fram skýrt og hnitmiðað.
 6. Skemmtilegt. Skemmtilega uppsett og frábær stjórnandi.
 7. Afar lifandi fyrirlesari. Kom efninu prýðisvel til skila. Veit helling um efnið eftir fyrirlesturinn og ég hef áhuga á að afla mér frekari upplýsinga.
 8. Efni námskeiðsins á erindi (jafnvel brýnt) inn á flesta vinnustaði. Mjög góð hugvekja.
 
Um leiðbeinandann:
Rakel Heiðmarsdóttir útskrifaðist með doktorsgráðu í ráðgjafarsálfræði (counseling psychology) frá University of Texas at Austin árið 2002. Hún hefur síðan starfað við mannauðs- og stjórnunarráðgjöf, markþjálfun og mannauðsstjórnun. Að auki hefur hún haldið fjölda námskeiða um samskipti, stjórnun og fleira. Rakel var meðal annars mannauðsstjóri hjá Norðuráli til ríflega sex ára (2005-2012) og hjá Bláa Lóninu í fjögur ár (2013-2017). Rakel starfar nú hjá Birki ráðgjöf ehf en þar er hún einn þriggja eigenda.

Hvar og hvenær:
HSN Sauðárkrókur - 28. október kl. 11-15
HSN Blönduós - 29. október kl. 11-15

Húsavík - 15. október kl. 12-16
Siglufjörður - 5. nóvember kl. 11-15
Akureyri – 6. nóvember kl. 10-14

Önnur námskeið

 • Allt um office 365 - verkfæri og möguleikar

 • Árangursrík samskipti

 • Að auka seiglu og stjórna eigin líðan

 • Að þurrka og grafa kjöt

 • Betri nýting á folalda og hrossakjöti

 • Eldað án glútens – glútenlaust fæði

 • Fars, pylsu og bjúgnagerð

 • Heit- og kaldreyking á fiski, kjöti og villibráð

 • Hrápylsugerð

 • HSN - Fagenska fyrir heilbrigðisstarfsfólk

 • HSN - Grundvallaratriði alvarlegra geðrænna kvilla

 • HSN - Streitu-, tíma- og orkustjórnun

 • Íslenska 1 – Icelandic 1

 • Íslenska 2 – Icelandic 2

 • Íslenska 3 – Icelandic 3

 • Íslenska 4 – Icelandic 4

 • Konfektgerð

 • Listin að breyta hverju sem er

 • Matarsmiðja - Beint frá býli

 • Meðlæti með öllum mat

 • Mósaík námskeið - Fullorðinsfræðsla fatlaðra

 • Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum

 • Ostagerð

 • Pate- og kæfugerð

 • Skagafjörður - Jólakonfektgerð

 • Skagafjörður - OneNote

 • Skagafjörður - Skyndihjálp 4 klst.

 • Skagafjörður - Streitu-, tíma- og orkustjórnun

 • Skrifstofunám

 • Smíðanámskeið með Atla - Fullorðinsfræðsla fatlaðra

 • Söltun og reyking

 • Tölvuöryggi

 • Tölvuöryggi (í samstarfi við stéttarfélög)

 • Tækjaleikfimi - Þreksport - Fullorðinsfræðsla fatlaðra

 • Umhirða dráttavéla og annarra tækja til bæja og sveita

 • Úrbeining á folaldi

 • Úrbeining á kind

 • Verkefnastjórnun fyrstu skrefin

 • Viskínámskeið - „Keisarinn og kaupmennirnir“