HSN - Starfsmannasamtöl - fyrir starfsfólk

Námskeið fyrir starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Norðurlands

Lýsing: Starfsmannasamtal fer fram a.m.k. einu sinni á ári. Þá setjast stjórnandi og starfsmaður niður til að ræða frammistöðu með skipulögðum hætti. Í samtalinu er m.a. rætt um verkefna- og ábyrgðarsvið starfsmanns, frammistöðu hans, líðan á vinnustað, starfsánægju, stjórnun, samskipti, markmið og hvaðeina annað sem þeir telja að þurfi að ræða. Í samtalinu gefst einnig færi á að skilgreina fræðsluþarfir starfsmanns á komandi tímabili ásamt óskum um starfsþróun. 

Starfsmannasamtalið er tæki starfsmanns til að hafa áhrif á eigin starf og starfsþróun. Starfsmannasamtalinu er ekki ætlað að koma í stað reglulegrar endurgjafar eða umræðna um málefni líðandi stundar. Það á að vera uppbyggilegt og opinskátt. Sé það framkvæmt á faglegan hátt bætir það sambandið milli stjórnanda og starfsmannsins og er hvetjandi á báða bóga. 

Á námskeiðinu er rætt um framkvæmd, ástæður og ávinningur starfsmannatalsins. Farið er í undirbúning undir eigið starfsmannasamtal.

Leiðbeinandi: Ingrid Kuhlman, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf. 

Hvar: SKYPE

Hvenær: 16. janúar kl. 14:00-16:00

Lengd: 2  klst

Önnur námskeið