HSN - Streitu-, tíma- og orkustjórnun

Þetta námskeið er aðeins fyrir starfsfólk Heilbriðgðisstofnunar Norðurlands (HSN)

Streitan er óumflýjanlegur hluti daglegs lífs. Hún getur verið jákvæð þegar hún kemur fram við réttar aðstæður en heilsuspillandi þegar hún er langvarandi. Við erum misvel í stakk búin til að mæta álagi. Sumir ná að halda ró sinni í mjög krefjandi aðstæðum á meðan aðrir fara yfir strikið við minnsta álag. Ef við náum að beina streitunni í réttan farveg getur hún verið jákvæður kraftur sem hvetur okkur til dáða og eykur einbeitingu okkar og afköst.

Orkustjórnun og tímastjórnun eru nátengdar streitu. Orkustjórnun er mikilvæg í sífellt meira krefjandi vinnuumhverfi. Þegar við erum orkumikil erum við afkastameiri, meira skapandi, sjáum raunhæfar lausnir og tækifæri og höfum jákvæð áhrif á aðra. Mikilvægt er að viðhalda orkustígi sínu með því að hreyfa sig, tryggja nægan svefn, borða heilsusamlegan mat og taka reglulega hlé frá vinnutengdum málum.

Góð tímastjórnun, forgangsröðun og markmiðasetning stuðlar einnig að meira jafnvægi og minni streitu. Með góðri skipulagningu og vinnutilhögun er hægt að skapa tíma fyrir mikilvægustu verkefnin og auka skilvirkni. Markmið þurfa að vera viðráðanleg og raunhæf því þegar árangursþörfin breytist í fullkomnunaráráttu getur hún dregið úr frammistöðu okkar og lífsgæðum.

Á námskeiðinu verður fjallað um streituvalda og leiðir til að takast á við streitu, m.a. með því að forgangsraða, stjórna tíma sínum og huga að orkustiginu.

Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu:
 Að þekkja eigin streituviðbrögð
 Forgangsröðun og bætt tímastjórnun.
 Heilbrigður lífsstíll.
 Að stýra orkunni

Ávinningur:
 Minni streita
 Meiri afköst
 Aukin orka
 Betri forgangsröðun

Kennsluaðferðir:
 Fyrirlestur
 Umræður
 Æfingar
 Virk þátttaka

Lengd:
Námskeiðið er 4 klst. að lengd.

Leiðbeinandi:
Ingrid Kuhlman, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf.

Hvar og hvenær:
HSN Sauðárkróki 12.nóvember kl. 13:00-17:00


Akureyri 19.nóvember kl. 13:00-17:00
Húsavík 20.nóvember kl. 13:00-17:00

Önnur námskeið

 • Að auka seiglu og stjórna eigin líðan

 • Að þurrka og grafa kjöt

 • Betri nýting á folalda og hrossakjöti

 • Eldað án glútens – glútenlaust fæði

 • Heit- og kaldreyking á fiski, kjöti og villibráð

 • Hrápylsugerð

 • HSN - Fagenska fyrir heilbrigðisstarfsfólk

 • HSN - Grundvallaratriði alvarlegra geðrænna kvilla

 • HSN - Samskipti á vinnustöðum

 • Íslenska 1 – Icelandic 1

 • Íslenska 2 – Icelandic 2

 • Íslenska 3 – Icelandic 3

 • Íslenska 4 – Icelandic 4

 • Konfektgerð

 • Listin að breyta hverju sem er

 • Matarsmiðja - Beint frá býli

 • Meðlæti með öllum mat

 • Mósaík námskeið - Fullorðinsfræðsla fatlaðra

 • Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum

 • Ostagerð

 • Pate- og kæfugerð

 • Skagafjörður - Jafnréttismál í stjórnun, stefnumótun og opinberri stjórnsýslu á sveitarstjórnarstiginu

 • Skagafjörður - Konfektgerð

 • Skagafjörður - OneNote

 • Skagafjörður - Streitu-, tíma- og orkustjórnun

 • Skrifstofunám

 • Smíðanámskeið með Atla - Fullorðinsfræðsla fatlaðra

 • Söltun og reyking

 • Tölvuöryggi

 • Tölvuöryggi (í samstarfi við stéttarfélög)

 • Tækjaleikfimi - Þreksport - Fullorðinsfræðsla fatlaðra

 • Umhirða dráttavéla og annarra tækja til bæja og sveita

 • Úrbeining á folaldi

 • Verkefnastjórnun fyrstu skrefin

 • Viskínámskeið - „Keisarinn og kaupmennirnir“