HSN - Þjónandi leiðsögn – námskeið fyrir leiðbeinendur (MENTORA)

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).

Námskeiðið er ætlað tilvonandi leiðbeinendum í þjónandi leiðsögn á vinnustöðum í velferðarþjónustu.
Þjónandi leiðsögn byggir á grunnhugmyndum um gagnkvæm tengsl. Hugmyndafræðin er einstaklingsmiðuð nálgun þar sem samskipti á milli starfsfólks og notenda eru í forgrunni. Þungamiðjan snýr að því að tilgangur samskipta okkar er að með samveru verði til jákvæð upplifun sem mótast af kærleika, hlýrri nærveru og þeim gildum sem samfélagið byggir á. 

Aðferðafræðin byggir á fjórum grunnstoðum sem eru;
• öryggi 
• að upplifa umhyggju og kærleika
• að veita umhyggju og kærleika
• þátttaka

Megináhersla er að ná fram gagnkvæmu breytingarferli sem leiðir til félagsskapar og þátttöku í samfélaginu.
Á námskeiðinu verður farið í hugmyndafræðina sjálfa, bakgrunn og aðferðir. Unnið verður sérstaklega vel með hlutverk leiðbeinenda/mentora.

Þátttakendur munu vinna verkefni, bæði einstaklings og hópverkefni. Lögð er áhersla á að efla þátttakendur í því að takast á við krefjandi og erfiðar aðstæður.

Eftir hvert skipti munu þátttakendur fá verkefni með sér til að vinna á sínum vinnustað.
Í lok námskeiðs hafa þátttakendur fengið þjálfun í hugmyndafræði og aðferðum þjónandi leiðsagnar og öðlast þá þekkingu að geta tekið að sér handleiðslu einstaklinga eða hópa starfsmanna.

Hvar og hvenær:

Námskeiðið fer fram í SÍMEY, Þórsstíg 4 Akureyri og er 4*7 tímar alls 28 klukkutímar, þ.e. fjórir heilir dagar, kenndir fimmtudagana 5. febrúar, 4. mars, 1. apríl, 6. maí kl. 9:00-17:00

Leiðbeinendur: Kristinn Már Torfason, Ingunn Eir Eyjólfsdóttir og Brynja Vignisdóttir

Skráning á heimasíðu SÍMEY

Önnur námskeið