HSN - Tölvunámskeið – námskeiðsröð – SKYPE

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN)

Hvert námskeið er kennt í gegnum Skype og reiknað er með að það sé um klukkustundalangt. Námskeiðin verða öll á milli kl. 14:00 og 15:00.

1. Office 365 og Delve: Hvað er Office 365 og hver er hugmyndafræðin bak við þessa skýjalausn? Delve getur hjálpað okkur að halda utan um og finna auðveldlega skjölin okkar í skýinu.  Við skoðum alla möguleika sem Delve býður upp á og hvernig við getum notað Delve til að nálgast skjölin í skýin á auðveldan hátt.

2. OneNote er eitt það skemmtilegasta og nytsamlegasta forrit sem Office pakkinn hefur upp á að bjóða, en allt of fáir virðast vera að nýta sér það.  Á þessu námskeiði munum við skoða hvernig við getum notað OneNote til að skipuleggja og halda utan um verkefni.

3. Yammer er hugsaður fyrir samskipti sama hvort það sé innanhús eða með aðilum utan fyrirtækisins.  Við skoðum hvernig við getum notað Yammer í samskipti og minkað þar með rafrænt suð.

4. Planner er verkefnastjórnunartól sem vinnur vel með öðrum tólum í Office 365. Það er auðvelt að setja upp verkefni sem fær sitt eigið netfang, svæði á Sharepoint, deilda Notebook og fleira.

5. OneDrive for Business - Hver er tilgangur og grunn virkni OneDrive? Hver er munurinn á OneDrive Personal og OneDrive for Business? Við lærum allt um samhæfingu og að deila skjölum, utan og inna fyrirtækisins.

6. Teams er samvinnutól þar sem þú getur sameinað krafta anara tóla Office 365 á einn stað.  Teams er heitasta samvinnutólið á markaðnum í dag og Skype4Business mun renna inn í þetta tól.  Það er hér sem hlutirnir gerast.

 

Leiðbeinandi: Hermann Jónsson sérfræðingur í Microsoft lausnum. 

 

Dagsetningar:

Office 365 og Delve 26.febrúar kl. 14:00-15:00

Onenote 7.mars kl. 14:00-15:00

Yammer 14.mars kl. 14:00-15:00

Planner 21.mars kl. 14:00-15:00 - FELLT NIÐUR VEGNA ÓNÓGRAR ÞÁTTTÖKU

Onedrive for business 28.mars kl. 14:00-15:00 - FELLT NIÐUR VEGNA ÓNÓGRAR ÞÁTTTÖKU

Teams 2.apríl kl. 14:00-15:00

Önnur námskeið