HSN - Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar - leiðbeinandanámskeið

Námskeið fyrir starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Norðurlands

Lýsing: Í Lýðheilsustefnu Velferðaráðuneytis frá sept. 2016  kemur fram  að unnið skuli að því að námskeiðið Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar verði kennt reglulega í öllum heilbrigðisumdæmum með því að sjá fagfólki í ung- og smábarnavernd og mæðravernd fyrir endurmenntun um efnið. 

Á Leiðbeinendanámskeiðinu eru kynntar aðferðir og hugmyndafræði Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar og farið rækilega í skipulag, framkvæmd og innihald samnefndra foreldranámskeiða. Rík áhersla er lögð á notkun jákvæðra aðferða í uppeldi, á gildi fyrirmynda, markvissa kennslu æskilegrar hegðunar og nauðsyn fyrirhyggju, skipulags og samkvæmni uppalenda. Á Leiðbeinendanámskeiðinu er einnig fjallað um uppeldi og uppeldisráðgjöf almennt og farið í hagnýtt efni sem miðar að því að auka færni þátttakenda í að veita árangursríka ráðgjöf um uppeldi bæði til foreldra og starfsfólks í uppeldisstörfum. 

Þátttaka á námskeiðinu veitir réttindi til að verða leiðbeinandi á uppeldisnámskeiðum fyrir foreldra og að nota öll þar til gerð námskeiðsgögn.

Leiðbeinendur: Gyða Haraldsdóttir og Lone Jenssen frá Þroska og hegðunarstöð. 

Dagar og tími: 20. og 21.febrúar kl. 9.00-15.00

Staðsetning: Hjá SÍMEY Akureyri

Önnur námskeið