HSN - Viðverusamtalið - Námskeið fyrir stjórnendur

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).

Markmiðið með fjarverustjórnun er að draga úr eða stytta fjarveru frá vinnustað. Hún er einnig góð leið til að leiðbeina og móta viðhorf stjórnenda og starfsmanna til veikindafjarveru og leggja áherslu á að vinnustaðurinn er mikilvægur fyrir líðan og velferð einstaklinga. Ávinningurinn af viðverustjórnun felst fyrst og fremst í góðri stjórnun, betri nýtingu tíma og fjármuna, aukinni vinnustaðarhollustu og ánægðu starfsfólki. Viðverustjórnun er stjórntæki mannauðsstjórnunar þar sem viðhorf, menning og viðmið í stjórnun starfsmannamála eru skilgreind og kynnt fyrir öllu starfsfólki. Starfsfólk er upplýst um viðhorf til veikindafjarveru og þau viðmið sem vinnustaðurinn setur vegna þeirra. Fjarvera starfsfólk er skráð og skoðuð reglulega. Ekki er litið á heildarfjarverutölur sem feimnismál heldur rekstrartölur. 

Liður í viðverustjórnun er viðverusamtalið en markmiðið með samtalinu er að tryggja breytingu á hegðun starfsmanns eða viðleitni hans til að takast á við ástæður fjarveru. Stjórnandi þarf að vita hverju þarf að breyta og ná samkomulagi við starfsmanninn. Samtalið er formlegur vettvangur þar sem stjórnandi og starfsmaður fara yfir stöðu fjarveru og ræða m.a. aðstæður á vinnustað, verkefni, vinnufyrirkomulag, vinnuumhverfi, samskipti o.fl. sem geta haft áhrif á líðan hans. Útgangspunktur samtalsins er umhyggja vinnustaðarins fyrir starfsmanninum og sameiginlegt markmið stjórnanda og starfsmanns að leggja áherslu á góða heilsu starfsmannsins, jákvæðan starfsanda og starfsánægju.

Á þessu námskeiði verður farið yfir leiðir sem auðvelda stjórnendum að takast faglega á við fjarveru starfsmanna og m.a. farið  yfir hvaða spurninga má spyrja og hvernig best er að bera sig að í viðverusamtalinu. 

Leiðbeinandi: Ingrid Kuhlman, sérfræðingur hjá Þekkingamiðlun. 

Dagur og tími: Miðvikudaginn 20.mars. Haldið á Akureyri kl. 9:00-12:00

Staðsetning: Hjá SÍMEY á Akureyri.

Önnur námskeið