HSN - Viðverusamtalið - stjórnendur

Námskeið fyrir starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Norðurlands

Lýsing: Á þessu námskeiði verður farið yfir leiðir sem auðvelda stjórnendum að takast faglega á við þetta verkefni og verður m.a. farið  yfir hvaða spurninga má spyrja og hvernig best er að bera sig að.  Um er að ræða verkfæri sem er liður í stefnu vinnustaðarins varðandi velferð og fjarvistir. Verkfærið nýtist við markvissa stjórnun fjarvista og forvarnastarf á vinnustöðum. 

 Markmiðið með samtalinu er að tryggja breytingu á hegðun starfsmanns eða viðleitni hans til að takast á við ástæður fjarvista. Stjórnandi þarf að vita hverju þarf að breyta og ná samkomulagi við starfsmanninn um hvernig breytingarnar eiga sér stað. Samtalið er formlegur vettvangur þar sem stjórnandi og starfsmaður fara yfir stöðu fjarvista og ræða m.a. aðstæður á vinnustað, verkefni, vinnufyrirkomulag, vinnuumhverfi, samskipti o.fl. sem geta haft áhrif á líðan hans. 

 Tilgangur viðverusamtals:

  •  Draga úr fjarveru
  •  Finna ástæður fyrir fjarveru sem hægt er að hafa áhrif á
  •  Breyta menningu á vinnustað varðandi fjarvistir
  •  Að á vinnustað sé gætt jafnræðis meðal alls starfsfólks

Leiðbeinandi: Ingrid Kuhlman, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf. 

Dagur og tími: 15. maí  2018, Kl. 13:00-16:00. 

Staðsetning: Hjá SÍMEY á Akureyri

Önnur námskeið