Húsgagnasmíði með yfirborðsfræsara

Karitas kennir hvað þarf til að koma hugmynd í framkvæmd. Þú smíðar lítið húsgagn út frá fyrirfram gefnum hugmyndum sem þú síðan aðlagar að þínum eigin smekk. Þú færir hugmyndina þína yfir í tölvutækt form og þaðan fer hún yfir í fræsarann. Þú smíðar einn hlut sem þú síðan tekur með þér heim. 

Leiðbeinandi: Karitas Björnsdóttir, meistari í húsgagnasmíði og verkefnastjóri FabLabsins á Sauðárkróki.

Hvar: Í Verknámshúsi FNV á Sauðárkróki. 

Hvenær: Þegar nægri þátttöku er náð, klukkan 19:00 – 22:00.  

Fjöldi: Hámark 6 þátttakendur. 

Lengd: 9 klukkustundir

Verð: 29.500 kr. (Því miður var verð námskeiðsins í Námsvísinum ekki rétt og er rétta verð námskeiðsins hér).

Til athugunar: Efnisgjald er innifalið. Þátttakendur eru hvattir til að skoða rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.  

Önnur námskeið