Kvíði barna og unglinga á tímum Covid - 19

Einkenni kvíða hjá börnum og unglingum við aðstæður sem skapast hafa vegna Covid - 19

Eyrún Kristína Gunnarsdóttir, sálfræðingur heldur fræðsluerindi um eðli og einkenni kvíða hjá börnum og unglingum með áherslu á áhrif aðstæðna sem skapast hafa vegna Covid-19.  Orsakir kvíða verða skoðaðar og hvernig hann viðhelst.  Farið verður yfir hagnýtingu aðferða hugrænnar atferlismeðferðar til að takast á við kvíðavanda barna og unglinga og styrkja þeirra líðan.  

Leiðbeinandi: Eyrún Kristína Gunnarsdóttir, sálfræðingur. Eyrún Kristína hefur langa reynslu af vinnu með börnum og foreldrum.  Hún starfaði um árabil á barna- og unglingageðdeild Sjúkrahússins á Akureyri en hefur frá 2013 rekið METIS-sálfræðiþjónustu á Akureyri.  Í starfi sínu hefur hún m.a. haldið námskeiðin Klókir krakkar og Klókir litlir krakkar sem eru sérsniðin að börnum með kvíða og foreldrum þeirra.

Hvenær:  Þriðjudaginn 5. maí, kl. 14:00 - 15:30.

 

 

 

Þátttakendur geta tengst námskeiðinu á sinni eigin tölvu, síma eða snjalltæki. Þannig er hægt að taka þátt með einföldum hætti heima hjá sér eða í vinnunni í ró og næði.

 

Námskeiðið er í boði fyrir íbúa á Norðurlandi vestra og er samstarfsverkefni Farskólans, SSNV og stéttarfélaganna Öldunnar, Samstöðu, Verslunarmannafélags Skagafjarðar, Sameykis og Kjalar. Íbúum á Norðurlandi vestra er boðið á námskeiðið þeim að kostnaðarlausu.

 

Skráning fer fram með því að ýta á flipann hér til hægri.

 

 

Önnur námskeið