Líkamsbeiting

Námskeiðið er hluti af fræðsluáætlun Húnaþings vestra og er frítt fyrir allt starfsfólk sveitarfélagsins. Námskeiðið er opið öllum og greiða aðrir þátttkendur fyrir þátttöku sína.

Sýnt hefur verið fram á að líkamleg álagsmein eru meðal algengustu orsaka þess að fólk er frá vinnu í lengri eða skemmri tíma. Talið er að hægt sé að koma að mestu leyti í veg fyrir heilsuskaða af því tagi með forvörnum og fræðslu um rétta líkamsbeitingu við vinnu.

Efni námskeiðs
• Helstu atriði er varða stoðkerfi líkamans, uppbygging hryggjar og líkamsstöðu.
• Helstu áhættuþættir fyrir álagseinkennum við vinnu.
• Vinnustöður/líkamsbeiting. Hvað er æskilegt, hvað ekki og af hverju.
• Kennslan verður brotin upp með sýnikennslu og einföldum verklegum æfingum í beitingu líkamans.

________________________________________
Markmið
• Aukin þekking á stoðkerfi líkamans.
• Aukin vitund um mikilvægi æskilegrar líkamsbeitingar.
• Að þátttakendur geti tileinkað sér vinnustöður sem taldar eru æskilegar við störf þeirra.
• Aukinn skilningur á áhrifum samvinnu og vinnuanda í vinnuhópum.

Leiðbeinandi: Elsche Oda Apel, sjúkraþjálfari.

Hvar og hvenær:

Safnaðarheimilinu Hvammstanga fimmtudaginn 16. apríl kl 16:30 k.l 16:30 – 19:00.

Verð: Frítt fyrir starfsfólk Húnaþings vestra. 2.500 kr. fyrir aðra.

 

Námskeiðið er hluti af fræðsluáætlun Húnaþings vestra og er frítt fyrir allt starfsfólk sveitarfélagsins. Námskeiðið er opið öllum og greiða aðrir þátttkendur fyrir þátttöku sína.

Önnur námskeið