Meðlæti með öllum mat

Stéttarfélögin Aldan, Kjölur, Samstaða, Sameyki (áður SFR) og Verslunarmannafélag Skagafjarðar bjóða félagsmönnum sínum á námskeið, þeim að kostnaðarlausu. Athugið að námskeiðið er öllum opið.

Ert þú fastur/föst í því að bjóða uppá sama meðlætið ár eftir ár og færð jafnvel hjálp frá Ora? Langar þig til þess að auka fjölbreytni og geta boðið heimilisfólki og gestum uppá skemmtilegar nýjungar í þessum ómissandi þætti í hverri máltíð?

Á þessu námskeiði kynnast þátttakendur grænmeti sem er framandi fyrir marga íslendinga, notkun á baunum, sætum kartöflur ofl. Við reynum einnig að finna nýjan spennandi vinkil á notkun á  grænmeti og ávöxtum sem við þekkjum betur eins og blómkál, hvítkál, broccoli ofl. Þá verður farið yfir hvað er hægt að gera við grænmeti og ávexti sem getur komið í stað kjöts og fisks.
Loks verður farið yfir hvað er hægt að gera við ýmsar tegundir af grænmeti til að fá tilbreytingu í t.d. ketófæði og grænkerafæði og skoðaðar hugmyndir frá miðausturlanda matreiðslu, austurlenskri matreiðslu og matreiðslu frá miðjarðarhafinu.

Leiðbeinandi: Jón Daníe Jónsson, matreiðslumeistari.  

Hvar og hvenær:
Sauðárkrókur – 1.október kl. 17:00-20:00
Blönduós/Skagaströnd – 2.október kl. 17:00-20:00
Hvammstangi 3.október kl. 17:00-20:00

Verð: 13.900 kr.*

*Stéttarfélögin Aldan, Kjölur, Samstaða, Sameyki (áður SFR) og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

Önnur námskeið

 • Allt um office 365 - verkfæri og möguleikar

 • Árangursrík samskipti

 • Að auka seiglu og stjórna eigin líðan

 • Að þurrka og grafa kjöt

 • Betri nýting á folalda og hrossakjöti

 • Eldað án glútens – glútenlaust fæði

 • Fars, pylsu og bjúgnagerð

 • Heit- og kaldreyking á fiski, kjöti og villibráð

 • Hrápylsugerð

 • HSN - Fagenska fyrir heilbrigðisstarfsfólk

 • HSN - Grundvallaratriði alvarlegra geðrænna kvilla

 • HSN - Samskipti á vinnustöðum

 • HSN - Streitu-, tíma- og orkustjórnun

 • Íslenska 1 – Icelandic 1

 • Íslenska 2 – Icelandic 2

 • Íslenska 3 – Icelandic 3

 • Íslenska 4 – Icelandic 4

 • Konfektgerð

 • Listin að breyta hverju sem er

 • Matarsmiðja - Beint frá býli

 • Mósaík námskeið - Fullorðinsfræðsla fatlaðra

 • Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum

 • Ostagerð

 • Pate- og kæfugerð

 • Skagafjörður - Jólakonfektgerð

 • Skagafjörður - OneNote

 • Skagafjörður - Skyndihjálp 4 klst.

 • Skagafjörður - Streitu-, tíma- og orkustjórnun

 • Skrifstofunám

 • Smíðanámskeið með Atla - Fullorðinsfræðsla fatlaðra

 • Söltun og reyking

 • Tölvuöryggi

 • Tölvuöryggi (í samstarfi við stéttarfélög)

 • Tækjaleikfimi - Þreksport - Fullorðinsfræðsla fatlaðra

 • Umhirða dráttavéla og annarra tækja til bæja og sveita

 • Úrbeining á folaldi

 • Úrbeining á kind

 • Verkefnastjórnun fyrstu skrefin

 • Viskínámskeið - „Keisarinn og kaupmennirnir“