Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum

Hófst þú nám í framhaldsskóla en laukst ekki námi? Fórstu snemma út á vinnumarkaðinn? Hefur þú áhuga á að fara aftur í skóla? Ef þú svarar þessum spurningum játandi er námsleiðin ,,Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum“ klárlega fyrir þig. Í náminu er lögð áhersla á fjölbreyttar kennsluaðferðir, einstaklingsmiðað nám og að þátttakendur læri að læra.

„Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum“ er ætluð þeim sem eru að minnsta kosti 23 ára, eru starfandi á vinnumarkaði og hafa ekki lokið almennum bóklegum greinum.

Að loknu námi hefur námsmaður meðal annars:
· færni til að nota námstækni sem hentar honum
· aukið færni sína í að tjá sig og skilja á íslensku
· aukið færni sína í að skilja og tjá sig á dönsku
· aukið færni sína í að skilja og tjá sig á ensku
· færni til að tjá sig fyrir framan hóp annarra námsmanna
· aukið færni sína í að afla, vinna úr, varðveita og miðla upplýsingum og þekkingu með tölvu
· aukið færni sína í talnareikningi, bókstafareikningi, í að leysa þrautir í röklegri framsetningu með stærðfræði
· fær um að vinna verkefni sjálfstætt, skipulega og með með öðrum

Innihald námsins: Kenndir eru fyrstu áfangar á framhaldsskólastigi

Íslenska 1 (ÍSLE1HF05) 

Íslenska 2 (ÍSLE2MB05)  

Danska (DANS1AA05) 

Enska 1 (ENSK1UN05) 

Enska 2 (ENSK2OT05) 

Stærðfræði 1 (STÆR1IB05) 

Stærðfræði 2 (STÆR2AF05) 

Kennslufyrirkomulag: Lögð er áhersla á verkefnavinnu, verklegar æfingar í tíma og heima, hópavinnu, umræður og rökræður í stað hefðbundinna prófa. Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Námið verður kennt frá Sauðárkróki en kennt verður í gegnum fjarkennslubúnað ef námsmenn koma víða að á Norðurlandi vestra. 

Námsmat: Gert er ráð fyrir 80% mætingu og virkri þátttöku námsmanna. Engin formleg próf eru tekin. Gert er ráð fyrir verkefnavinnu bæði í kennslustundum og heima.

Leiðbeinendur: Ýmsir

Hvar og hvenær: Námið hefst haustið 2020 ef næg þátttaka næst. Kennt tvö kvöld í viku. Námið verður kennt frá Sauðárkróki en kennt verður í gegnum SKYPE ef námsmenn koma víða að á Norðurlandi vestra.

Lengd: 200 klst. eða 300 kest. tvær annir.

Verð: 73.000 kr.
Stéttarfélög greiða allt að 75% af námskeiðskostnaði.

Fjöldi: Gert er ráð fyrir 10-12 þátttakendum af öllu Norðurlandi vestra. Að lágmarki þarf 10 manns til að hefja námið.

Til athugunar: Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi námsleiðina til allt að 24 eininga við framhaldsskóla. Þetta námskeið er kennt í samvinnu við FNV. Nánari lýsingar á Námi og þjálfun í almennum bóklegum greinum má sjá á heimasíðu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

 

Áhugasömum er bent á að hafa samband við Farskólann í síma 455 6010 eða á farskolinn@remove-this.farskolinn.is

Önnur námskeið

 • Að stíga ölduna – aðlögunarhæfni til framtíðar

 • Að þurrka og grafa kjöt

 • Betri nýting á folalda og hrossakjöti

 • Betri skilningur og bætt samskipti

 • Ertu jákvæður leiðtogi í lífi og starfi? - Vefnámskeið

 • Fars, pylsu og bjúgnagerð

 • Gæðin úr eigin garði - Vefnámskeið

 • Hádegishugleiðsla

 • Hádegisjóga

 • Hamingjan sanna - Vefnámskeið

 • Heimahjúkrun, aðferðir til að takast á við depurð og þunglyndi

 • Heit- og kaldreyking á fiski, kjöti og villibráð

 • Hjúkrunarmóttaka

 • Hnífar og hnífabrýningar

 • Hrápylsugerð

 • Hreyfiseðill

 • ILS - Sérhæfð endurlífgun 1

 • Íslenska 1 – Icelandic 1

 • Íslenska 2 – Icelandic 2

 • Íslenska 3 – Icelandic 3

 • Íslenska 4 – Icelandic 4

 • Jóla - eftirréttir

 • Matur frá Miðjarðahafinu

 • Nútímastjórnun og yfirsýn

 • Öldrunarsjúkdómar

 • Ostagerð

 • Pate- og kæfugerð

 • Sálræn áföll

 • Sár og sárameðferð

 • Skagafjörður - Excel

 • Skagafjörður - Gæði úr eigin garði - 90 mín vefnámskeið

 • Skagafjörður - Jafnréttismál í stjórnun, stefnumótun og opinberri stjórnsýslu á sveitarstjórnarstiginu - Námskeið fyrir stjórnendur

 • Skagafjörður - Matur frá Miðjarðahafinu

 • Skagafjörður - Nútímastjórnun og yfirsýn

 • Skagafjörður - Skjalastjórnun: rekjanleiki, verklag og ábyrgð

 • Skagafjörður - Skyndihjálp 4 klst.

 • Skagafjörður - Skynidhjálp 12 klst

 • Skjalastjórnun: rekjanleiki, verklag og ábyrgð

 • Sögun og niðurhlutun á lambaskrokk

 • Söltun og reyking

 • Úrbeining á folaldi

 • Úrbeining á kind

 • Val á Skíðum og umhirða.