Nytjagarðurinn

Námskeiðið er opið öllum. Stéttarfélögin SFR, Kjölur, Samstaða, Aldan og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn.

Ítarlegt námskeið um ræktun mat- og kryddjurta, berjarunna og ávaxtatrjá

Á námskeiðinu er farið yfir ræktun og umönnun mat- og kryddjurta, berjarunna og ávaxtatrjá. Fjallað um jarðveg, áburðargjöf og umhirðu, gaumur gefinn að helstu meindýrum og sjúkdómum sem herja á jurtirnar og hvernig best er að verjast þeim. Farið yfir hvað þarf að gera til að ná góðri uppskeru. Kynning á tegundum og fræðst um nýtingu þeirra, geymsluaðferðir. Námskeiðið er bæði verklegt og bóklegt. Nemendur fá ítarleg námsgögn, smakka á kryddi með ostum og taka heim með sér kryddplöntur sem þeir sá fyrir og smáplöntu til framhaldsræktunar. Læra að taka vetragræðlinga af berjarunnum og hafa með sér til að ræta heima. Líflegt , ýtarlegt og afar gagnlegt námskeið fyrir bæði þá sem eru að byrja og þá sem eru lengra komnir.

Leiðbeinandi: Auður Ottosen, garðyrkjufræðingur

Verð: 19.900 kr. (Ath léttur hádegis/kvöldmatur innifalinn í verðinu) Frítt fyrir félagsmenn í viðkomandi stéttarfélögum.

Hvar og hvenær:

Hvammstangi - í grunnskólanum 22.mars. Föstudagur 17:00-22:00

Blönduós – í sal Samstöðu, Þverbraut 1, 23. mars – laugardag, 10:00-15:00

Sauðárkrókur – í Farskólanum við Faxatorg 24. mars – sunnudag 10:00-15:00

Til athugunar: Námskeiðið er opið öllum. Stéttarfélögin SFR, Kjölur, Samstaða, Aldan og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn.

Önnur námskeið