Opin smiðja – Beint frá býli

Farskólinn kannar áhuga á opinni smiðju – Beint frá býli.

Markmið og áherslur: Viðmið er að þátttakendur öðlist grunnþekkingu í meðhöndlun matvæla í tengslum við Beint frá býli hugmyndafræðina. Að þátttakendur öðlist skilning og getu til að vinna að vöruþróun og einfaldri framleiðslu á matvælum. Þátttakendur taka virkan þátt í gerð uppskrifta, útreiknings á næringargildi, framlegð og rýrnun ásamt því að geta framleitt vöruna. Nánar um smiðjuna má sjá hér.

Leiðbeinendur: Ýmsir sérfræðingar.

Hvar: Í Farskólanum við Faxatorg, námsverum og í kennslueldhúsi.

Hvenær: Stefnt er að því að smiðjan verði haldin veturinn 2017 - 2018 og hefjist í lok október 2017. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband.

Fjöldi: Lágmarksfjöldi er 10 þátttakendur.

Lengd: 80 klst. eða 120 kest.

Verð: 31.000 kr. 

Námsmat: Verkefnaskil, 80% mætingarskylda og virk þátttaka.

Önnur námskeið