Örugg tjáning – betri samskipti

Námskeiðið er hluti af fræðsluáætlun Húnaþings vestra og er frítt fyrir allt starfsfólk sveitarfélagsins. Námskeiðið er opið öllum og greiða aðrir þátttkendur fyrir þátttöku sína.

Í boði er hagnýtt námskeið. Sérhannað fyrir hvern hóp fyrir sig. ræðumennska, þátttaka á fundum, að láta rödd sína hljóma, standa með sér, halda tækifærisræður og sýna sínar bestu hliðar t.d. í atvinnuviðtölum eða starfsmannaviðtölum. Tekið er á atriðum eins og að takast á við neikvæða strauma, nýta sér sviðsskrekk, skotheld aðferð við að undirbúa ,,óundirbúna ræðu”, að koma með kjarna málsins og ná í gegn.

Fjölmargir hópar og vinnustaðir hafa nýtt sér námskeiðið svo sem BHM, Félag kvenna í sjávarútvegi, Dómstólasýslan, VR,stjórnmálaflokkar, Félag kvenna í lögmennsku, Slökkviliðið, Sameyki, sprotafyrirtæki og opinberar stofnanir.

Námskeiðið byggir á fyrirlestri, umræðum, hópverkefnum, og einstaklingsverkefnum. Hugsað fyrir bæði vana og óvana ræðumenn.

Leiðbeinandi: Sirrý Arnardóttir

Hvar og hvenær:
Í Safnaðarheimilinu Hvammstanga, fimmtudaginn 12. mars kl 16:30 – 20:00.

Verð: Frítt fyrir starfsfólk Húnaþings vestra. 10.500 kr. fyrir aðra.

 

Námskeiðið er hluti af fræðsluáætlun Húnaþings vestra og er frítt fyrir allt starfsfólk sveitarfélagsins. Námskeiðið er opið öllum og greiða aðrir þátttkendur fyrir þátttöku sína.

Önnur námskeið