Ostagerð

Lýsing: Á námskeiðinu verður farið í einstaka þætti ostaframleiðslu. Framleiðsla einstakra ostategunda skoðuð til að fá tilfinningu fyrir hver er munur á vinnsluaðferðum á t.d. skyri, brauðosti, gráðaosti og smurostum.  Sýnikennsla og verklegar tilraunir gerðar með einfalda framleiðslu. Farið yfir heimaframleiðslu í samanburði við hefðbundna mjólkurvinnslu. Rætt ýtarlega um tæki, tól og aðstöðu, sem þarf fyrir hverja ostategund. Tími gefinn í umræður um framleiðsluaðstæður og möguleika þátttakenda á heimavinnslu mjólkurafurða.

Leiðbeinandi: Þórainn Egill Sveinsson, mjólkurverkfræðingur.

Hvar og hvenær: Fyrirhugað námskeið er í Húnavatnssýslu og í Skagafirði í haust 2018.

Lengd: 7 klst.

Verð: 15.900 kr.

Önnur námskeið