Pappamassanámskeið með Söru

Lýsing: Grunntækni og efnisnotkun við pappamassavinnu kynnt. Byrjað á að móta með höndunum einföld form úr dagblöðum og silkipappír. Formin síðan skeytt saman og pappamössuð með veggfóðurs og bókbandslími. Einnig verður mótað með hænsnaneti, vír, útskornum pappakössum, pappír úr tætara og búinn til pappamassaleir. Sýnt hvernig hægt er að búa til manneskjur, dýr, myndaramma, klukkur, húsgögn og ílát svo eitthvað sé nefnt. Frjálst val á viðfangsefnum eftir byrjunarverkefnið nema annars sé óskað. Gott að taka með sér hárþurrku til að flýta fyrir þurrki á milli umferða.  

Leiðbeinandi: Sara Jóhanna Vilbergsdóttir, myndlistarmaður.

Hvar og hvenær: Á vorönn 2018 ef næg þátttaka fæst

Fjöldi: 12 þátttakendur.

Lengd: 15 klst.

Verð: 27.800 kr.

Athugið: Sara Jóhanna er á Facebook. Sjá einnig www.duosisters.com. Þetta námskeið verður í boði á fleiri stöðum á vorönn ef áhugi er fyrir hendi.

 

 

Önnur námskeið