Ræktaðu þitt eigið grænmeti - vefnámskeið

Við ætlum meðal annars að fjalla um útiræktun krydds og grænmetis.

Á námskeiðinu er fjallað um útiræktun krydds og grænmetis. Frá því að forræktaðar plöntur eru gróðursettar og sáð er beint út í beðin. Greint er frá hefðbundnum og óhefðbundnum ræktunaraðferðum og áburðargjöf. Farið er yfir sjúkdóma og skordýr sem hrjá matjurtirnar og fjallað um lífrænar varnir. Auk alls þessa eru kynntar fjöldi tegunda matjurta. Námskeiðið prýðir fjöldi mynda og myndbönd af úr ræktun leiðbeinansdans.

Nemendur á námskeiðinu fá aðgang að lokuðum hóp á Fésbók.  Þar mun Auður miðla upplýsingum og myndböndum og nemar fá tækifæri á að spyrja og spjalla. 

 

Leiðbeinandi: Auður Ottesen, garðyrkjufræðingur.

Hvenær: 28.apríl 14:00-15:30.

 

Þátttakendur geta tengst námskeiðinu á sinni eigin tölvu, síma eða snjalltæki. Þannig er hægt að taka þátt með einföldum hætti heima hjá sér eða í vinnunni í ró og næði.

 

Námskeiðið er í boði fyrir íbúa á Norðurlandi vestra og er samstarfsverkefni Farskólans, SSNV og stéttarfélaganna Öldunnar, Samstöðu, Verslunarmannafélags Skagafjarðar, Sameykis og Kjalar. Íbúum á Norðurlandi vestra er boðið á námskeiðið þeim að kostnaðarlausu.

 

Skráning fer fram með því að ýta á flipann hér til hægri.

Þar sem námskeiðið er orðið fullt hefur verið ákveðið að bjóða upp á nýtt námskeið klukkan 17:00.

Nú er námskeið tvö orðið fullsetið. Boðið verður upp á þriðja námskeiðið 29. apríl klukkan 14:30 - 16:00.

Skráningar fara fram á gæna flipanum hér til hægri.

 

 

 

 

Önnur námskeið