Samskipti í samkomubanni - vefnámskeið

HVaða áskoranir þurfum við að takast á við þessa dagana?

Fjallað verður um þær áskoranir sem við erum að takast á við í samskiptum þessa dagana. Bæði heima við, félagslega og á vinnustöðunum. Meginþráðurinn verður byggður á hugtakinu velvild og við leikum okkur að orðum og aðstæðum sem við sjáum þar og tengjast inní aðstæður og áskoranir dagsins í dag.

·         Virðing

·         Einbeiting

·         Látbragð

·         Vef/netsamskipti

·         Innileiki

·         Leiðir og lausnir

·         Dagsform

Leiðbeinandi: Sigríður Ólafsdóttir PCC markþjálfi hjá Mögnum

Hvenær: 29.apríl 13:00-14:00.

 

 

Þátttakendur geta tengst námskeiðinu á sinni eigin tölvu, síma eða snjalltæki. Þannig er hægt að taka þátt með einföldum hætti heima hjá sér eða í vinnunni í ró og næði.

 

Námskeiðið er í boði fyrir íbúa á Norðurlandi vestra og er samstarfsverkefni Farskólans, SSNV og stéttarfélaganna Öldunnar, Samstöðu, Verslunarmannafélags Skagafjarðar, Sameykis og Kjalar. Íbúum á Norðurlandi vestra er boðið á námskeiðið þeim að kostnaðarlausu.

Skráning fer fram með því að ýta á flipann hér til hægri.

Önnur námskeið