Saumasmiðja - refilsaumur, svart- og hvítsaumur

Lýsing:

Refilsaumur er forn útsaumsaðferð en reflar skreyttu hús og kirkjur á miðöldum. Útlínur eru saumaðar fyrst og síðan er fyllt inn í fletina. Að lokum eru saumaðar aukaútlínur, andlit eða önnur atriði sem þurfa áherslu. Refilsaumur er einstaklega fallegur til að sauma út myndir og fyllta fleti. Nemendur læra aðferðina og velja litla mynd til útsaums. Svartsaumur. Kennd grunnatriði svartsaums en aðferðin gengur út á að sauma myndir og munstur með svörtu. Gerðar eru prufur en þátttakendur velja sér jafnframt viðfangsefni og hentar námskeiðið því vel bæði byrjendum og lengra komnum. Hvítsaumur. Farið er í grunnatriði hvítsaums en einkenni hans er að saumað er með hvítum þræði í hvítan hör. Gerðar eru prufur en þátttakendur velja sér jafnframt viðfangsefni og hentar námskeiðið því vel bæði byrjendum og lengra komnum. 

Leiðbeinandi: Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir, listakona. 

Hvar og hvenær: Sauðárkrókur 4. og 5. nóvember.

Blönduós..

Fjöldi: 8-12 þátttakendur.

Lengd: 12 klst., laugardagur og sunnudagur 

Verð: 22.500 kr.

Til athuganar: Allt efni til sauma er innifalið í verði námskeiðsins.

Önnur námskeið

 • Albert eldar - ítölsk matargerð

 • Dyravarðanámskeið

 • Ferðalag um Ítalíu í vín og mat

 • Frá umsókn til atvinnu

 • HACCP - Námskeið

 • HSN - Bridge fyrir byrjendur og lengra komna

 • HSN - Fiskurinn

 • HSN - Office 365 m/Skype for business

 • HSN - Outlook og OneNote

 • HSN - Starfsmannasamtöl - starfsmenn

 • HSN - Taktu betri myndir!

 • HSN - Verkir og verkjameðferð

 • HSN - Vinnustund-kynning

 • HSN - Windows 10

 • Íslenska fyrir útlendinga 1 - byrjendur - Hvammstangi

 • Íslenska fyrir útlendinga 1, 2 og 3 - Icelandic for foreigners

 • Íslenska fyrir útlendinga 2 - Sauðárkrókur

 • Íslenska fyrir útlendinga 3 - Blönduós

 • Íslenska fyrir útlendinga 4 - Sauðárkrókur

 • Jóga - Fullorðinsfræðsla fatlaðra

 • Mannlegi millistjórnandinn

 • Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum

 • Næringarfræði fyrir fróðleiksfúsa

 • Office 365 m/ Skype for business

 • OneNote og Outlook

 • Opin smiðja – Beint frá býli

 • Pappamassanámskeið með Söru

 • Skrifstofuskólinn

 • Tálgun - fuglar og fígúrur

 • Vellíðan í vatni - Fullorðinsfræðsla fatlaðra

 • Verum ástfangin af lífinu

 • Víravirki - framhaldsnámskeið - byrjendur líka velkomnir

 • Viskínámskeið - ferðin til Speyside

 • Windows 10