Skagafjörður - Sigraðu sjálfan þig

Námskeið fyrir starfsfólk Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Námskeiðið byggir á hugmyndafræði markþjálfunar. Markþjálfi segir ekki hvað beri að gera né hvernig. Hann liðsinnir fólki frekar við að glöggva sig á sjálfu sér og aðstæðum sínum, og frá fleiri sjónarhornum en áður. Hann hjálpar til við að finna nýjar leiðir að árangri í öllu því sem að höndum ber og að viðhalda afrakstrinum. 

Efnistök námskeiðsins eru meðal annars: 

• Hugræna lærdómsferlið 

• Að ná fullkominni yfirsýn yfir lykilþætti lífsins 

• Egóið – stórt eða sterkt? 

• Sjálfstraust vs. sjálfsvirðing 

• Að standa við litlu loforðin 

• Tilfinningagreind 

• Heildarhugsun og samskiptagreind 

• Leikvöllur samskipta 

• Orkustjórnun 

• Þrautseigja 

• Af hverju setjum við okkur ekki markmið? 

• Hvað er markmiðasetning? 

• Tímaþjófar og tímastjórnun 

• Tegundir markmiða 

• Hvernig seturðu þér BE SMART markmið? 

Hvenær: Námskeiðið verður haldið á Hofsósi 12.febrúar kl. 9:00-16:00.

Leiðbeinandi: Ingvar Jónsson markaðsfræðingur og höfundur bókarinnar „Sigraðu sjálfan þig“.

Önnur námskeið